fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
EyjanNeytendur

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. júlí 2019 11:06

Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðskyn og verðvitund Íslendinga er stundum sögð í minni kantinum og að þeir láti bjóða sér ýmislegt sem ekki væri liðið annarsstaðar. Facebooksíðan Vertu á verði- eftirlit með verðlagi telur yfir 4000 manns og þar eru birtar færslur og myndir af vörum sem fólki þykir dýrar úr hófi fram, eða hafa hækkað snarlega á skömmum tíma.

Ein færslan er frá því um helgina þar sem vinsælt íslensk sælgæti frá Freyju er til umfjöllunar. Þar sést að 150 gramma möndlupoki kostar 429 krónur, eða 2860 krónur kílóið í verslun Iceland í Vesturbergi.

Til samanburðar má sjá að í verslun Bónus kostar pokinn 229 krónur, eða 1527 krónur kílóið, en greint er frá því í athugasemdarkerfinu að pokinn kosti 248 krónur í verslun Nettó í Hafnarfirði.

„Ég hætti snarlega við hugsunina að versla þar þegar ég sá verðið því ég vissi hvað pokinn kostaði í Bónus. Tók myndir og læt fylgja, og velti fyrir mér hvað sé í gangi í Iceland verslun“

segir í færslu viðkomandi.

Í athugasemdarkerfinu er talað um okur og að verslanir Iceland séu almennt dýrar, meðan aðrir benda á að verslanir sem opnar séu allan sólarhringinn séu með dýrari verðlagningu, en verslanir Iceland eru opnar allan sólarhringinn.

„Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

spyr annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda