fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Sólveig Anna um Skúla Mogensen: „Ekkert væri hræðilegra en það að hann skammaðist sín kannski smá“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 17:00

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er full kaldhæðni á Facebook dag þar sem hún fjallar um pistil Markaðarins, er nefnist Stjórnarmaðurinn. Þar er fjallað um Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda og forstjóra WOW air.

Þar er því fagnað að Skúli fari ekki huldu höfði „…líkt og því miður hefur verið raunin um marga sem mistekist hefur í viðskiptum á Íslandi. Raunar er kannski full djúpt í árinni tekið að segja Skúla hafa mistekist. Hann og samstarfsfólk hans náði í raun ótrúlegum árangri,“

segir í pistlinum.

Ákveðið stef í umfjöllun um Skúla

Sólveig Anna segir Markaðinn/Fréttablaðið vera útþenslumálgagn auðræðisins og er full kaldhæðni í garð Skúla og umfjöllunar um hann:

„Þar er því fagnað að Skúli fari ekki huldu höfði „eins og því miður hefur verið raunin um marga sem mistekist í viðskiptum á Íslandi“. Þetta er að verða skemmtilegt stef í umfjöllun um Skúla; ekkert væri hræðilegra en það að hann skammaðist sín kannski smá og sýndi færni um að læra af reynslunni, hann má „ekki læðast með veggjum“, svona flottur strákur, strákurinn okkar allra.“

Sólveig segir síðan að það væri eitt sem væri hræðilegra en að Skúli læddist með veggjum:

„Og það væri að almenningur pældi kannski dálítið rösklega í því hversu „undarlegt“ það er að „fjársterkir einstaklingar“ fái alltaf með reglulegu millibili að fara sínu fram án þess að taka tillit til hagsmuna almennings og geta, samhliða því að stjórnmálastéttin og kapítalistarnir geta ekki hætt að tala um „stöðugleika“, leitt yfir okkur samdrátt, leitt yfir okkur aðstæður sem bókstaflega hafa áhrif á líf allra sem hér dvelja.“

Hún bætir síðan við:

„Og þess vegna er þetta áróðursstef svona áberandi; það þarf að berja niður hugsanir blönku konunnar um að það sé kannski eitthvað rotið á Gulleyjunni, eitthvað skrítið við að hún sé alltaf blönk sama hvað hún stritar, kenna henni að skammast sín fyrir hugsanirnar, kenna henni að löngun hennar til að taka ekki þátt í dýrkun á ríka kallinum sé einhver öfuguggaháttur og alveg á skjön við það sem eðlilegt skal teljast. Vegna þess að þessi hegemónía viðheldur sér ekki sjálf, hún þarf menn á launum við að kenna okkur vesalingunum að hugsa „rétt“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”