fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Ragnar segir leiðara Ólafar „aumkunarverða“ þöggunartilraun – „Þeim er greinilega farið að svíða, sem undir sig míga“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóri Fréttablaðsins, gagnrýndi orðræðu Ragnars Önundarsonar í leiðara Fréttablaðsins í dag, hvar hún sagði meðal annars að Ragnar tilheyrði hópi fólks sem saknaði gamalla tíma og forréttinda sinna, en sífellt minni eftirspurn væri eftir rykföllnum skoðunum slíks hóps, en Ragnar hefur sem kunnugt er tjáð sig um forystu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst um útlit hennar, og þá sérstaklega Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hann kallaði „sætan krakka.“

Sjá nánar: Ólöf gagnrýnir hegðun Ólínu og Ragnars:„Sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps“

Ragnar tjáir sig um leiðarann á Facebook:

„Ég þakka auðsýndan heiður, ábendingar mínar til unga fólksins, sem ekki getur staðið í lappirnar og varið hagsmuni kjósenda, eru taldar þess virði að ég fái ádrepu í leiðara Fréttablaðsins ! Þeim er greinilega farið að svíða, sem undir sig míga.“

Ragnar bætir við að Ólöf njóti tjáningarfrelsis, eins og hann sjálfur, en hann telur að opinberar persónur verði að þola meiri umræðu en aðrir:

„Það er þeim, eins og öðrum, mikilvægt að fá að vita hvernig aðrir sjá þær. Að vera svo umkringdur já-fólki að maður skynji þetta ekki er ungu, hæfileikaríku fólki hættulegt, því gæti hlekkst á, á framabrautinni. Blaðamenn ættu að meta tjáningarfrelsið mest allra. Þessi leiðari er aumkunarverð tilraun til þöggunar, sem engu máli skiptir. Það er líka ekki til neitt ,,afaveldi”. Lífeyrisþegar eru ekki í neinni stöðu til að ræða megi um þá sem ,,veldi”. Sumir eiga samt enn tjáningarfrelsi og kosningarétt. Unga fólkið sem vill frama strax, jafnvel verða forsætisráðherra, gæti rekið sig á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt