fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Kristján Þór sat sáttafund með hagsmunaaðilum í fiskeldi: „Umræðan um uppbyggingu fiskeldis verið nokkuð harkaleg“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 12:51

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Á fundinum fór Kristján Þór yfir næstu skref í þeim verkefnum sem samþykkt frumvarpanna leiða af sér og kallaði jafnframt eftir sjónarmiðum fundargesta.

Fundinn sátu fulltrúar frá Icelandic Wildlife Fund, Landssambandi veiðifélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austurlandi.

„Undanfarna mánuði og misseri hefur umræðan um uppbyggingu fiskeldis verið nokkuð harkaleg og þar hafa þessir helstu aðilar skipt sér í fylkingar. Ég vildi með þessum fundi kalla fulltrúa þessara aðila saman og fara yfir næstu skref. Jafnframt hvetja þá til að leita leiða til að leggja sín lóð á vogarskálarnar þannig að meiri sátt geti skapast um uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ég er sannfærður um að samþykkt Alþingis á þessum tveimur frumvörpum geti orðið góður grunnur í því verkefni,“

sagði Kristján Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum