fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór býðst til að sinna flugeftirliti fyrir NATO í Kósovó: „Til að bæta stöðugleika og lífsskilyrði á þessu svæði“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 16:00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Anna Jóhannsdóttir fastafulltrúi ræða við André Lanata, hershöfðingja og yfirmann herstjórnarmiðstöðvar NATO í Norfolk (SACT)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afvopnunarmál, staða og horfur í Afganistan og framlög aðildarríkja til varnarmála voru helstu umræðuefnin á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat fundinn af hálfu Íslands en hann sótti jafnframt fund varnarmálaráðherra Norðurhópsins svonefnda þar sem viðbrögð við upplýsingaóreiðu voru ofarlega á baugi.

Tveggja daga varnarmálaráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í höfuðstöðvunum í Brussel í gær og lauk honum nú síðdegis. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars um samninginn um meðaldræg kjarnavopn (INF), viðbrögð við brotum Rússa á samningnum og næstu skref í afvopnunarmálum í ljósi uppsagnar hans. Þá var fælingar- og varnarviðbúnaður bandalagsins til umræðu og aukin framlög ríkjanna til varnarmála.

Á fundinum greindi utanríkisráðherra frá því að Ísland væri reiðubúið til að taka að sér að vera milliliður fyrir eftirlit og samstarf til að auðvelda flugsamgöngur í Kósovó. Guðlaugur Þór og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræddu þennan stuðning á fundi í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Takmarkanir á aðflugsleiðum í Kósovó snúa að pólitískum erfiðleikum á svæðinu og hafa í för með sér lengri ferðir og aukinn eldsneytiskostnað og mengun.

„Atlantshafsbandalagið hefur starfað í Kósovó fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna síðustu tvo áratugi og tekið virkan þátt í uppbyggingu þar í landi,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn. „Á sínum tíma gegndu íslensk flugmálayfirvöld mikilvægu hlutverki við uppbyggingu á Pristina-flugvelli og það er ánægjulegt að geta aftur boðið fram borgaralega sérþekkingu okkar á þessu sviði. Verkefnið bæði styður við og auðveldar allt samstarf, bæði alþjóðlegt og á Vestur-Balkanskaga. Með þessu framlagi leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að bæta stöðugleika og lífsskilyrði á þessu svæði.“

Ráðherrarnir áttu auk þess fund með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar, auk Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, þar sem hátækniþróun, meðal annars á varnarmálasviðinu, var efst á baugi. Loks funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherra Afganistans og þátttökuríkjum í Resolute Support, verkefni bandalagsins í landinu, þar sem staðan í yfirstandandi friðarumleitunum var til umræðu.

Guðlaugur Þór sótti jafnframt í vikunni varnarmálaráðherrafund aðildarríkja Norðurhópsins en til þeirra teljast Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Þýskaland, Pólland, Holland og Bretland. Á fundinum, sem haldinn var í Berlín var góð umræða og samstaða var á meðal varnarmálaráðherra Norðurhópsins um mikilvægi þess að vinna náið saman og samræma aðgerðir til að bregðast við upplýsingaóreiðu, sem meðal annars stjórnvöld í Rússlandi eru talin standa á bak við.

„Dreifing falsfrétta og vísvitandi miðlun rangra upplýsinga eru mikið áhyggjuefni en slík mál hafa færst í aukana innan nágrannalanda okkar. Raunar má segja að þessi vágestur sé orðinn hluti af vopnabúri tiltekinna ríkja, rétt eins og hefðbundinn vígbúnaður. Viðbúið er að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast við upplýsingaóreiðu með markvissum hætti en þessi mál hafa verið til umræðu í þjóðaröryggisráði. Við megum alls ekki sofa á verðinum gagnvart þessari ógn sem steðjar að lýðræðissamfélögum nær og fjær.“

Á fundinum kynnti Andrew L. Lewis, yfirmaður herstjórnar Atlantshafsbandalagsins í Norfolk og yfirmaður 2. flota bandaríska sjóhersins, stöðu öryggismála á Norður-Atlantshafi með sérstaka áherslu á GIUK-hliðið, þ.e. hafsvæðið á milli Grænlands, Íslands og Bretlands. Auk þess ræddu ráðherrarnir um Kína við framkvæmdastjóra World Economic Forum, Børge Brende.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð