fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Helga Vala: Stjórnendur Íslandspóst reyndu ítrekað að fá Ríkisendurskoðun til að leyna Alþingi upplýsingum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 09:09

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst sem birt var í gær og er óhætt að tala um svarta skýrslu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um málið í Morgunblaðið í dag og greinir frá því að stjórnendur Íslandspósts hefðu reynt að fá ríkisendurskoðanda til að leyna Alþingi upplýsingum um rekstur félagsins. Um þetta hafi aðeins verið upplýst í gær á fundi fastanefndar þingsins:

„Skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar er væg­ast sagt svört og því má velta fyr­ir sér hvort fé­lagið sé heppi­legt til samn­inga­gerðar við ríkið. Öllum var kunn­ugt um bága fjár­hags­stöðu fé­lags­ins enda hafði Alþingi samþykkt að lána hinu ógreiðslu­færa op­in­bera hluta­fé­lagi 1.500 millj­ón­ir króna á fjár­lög­um þessa árs til að fé­lagið gæti sinnt sinni grunn­skyldu, að koma bréf­um og böggl­um milli húsa. Alþingi var hins veg­ar ekki kunn­ugt um hvernig á því stóð að fé­lagið stóð svona illa né var það upp­lýst um hver aðdrag­andi þess var utan ein­staka skýr­ing­ar stjórn­enda. Þá var einnig óljóst hver bar ábyrgð, hvað stjórn fé­lags­ins vissi um ástandið og hvað ráðuneyt­in tvö sem með mál­efni fé­lags­ins fara, fjár­málaráðuneytið og sam­gönguráðuneytið vissu um stöðu fé­lags­ins. Áður en að kynn­ingu skýrsl­unn­ar kom viss­um við held­ur ekki að stjórn­end­ur fé­lags­ins hefðu dregið það mjög að veita Rík­is­end­ur­skoðun umbeðnar upp­lýs­ing­ar né að stjórn­end­ur hefðu ít­rekað óskað eft­ir því við Rík­is­end­ur­skoðanda að hann leyndi Alþingi til­tekn­um upp­lýs­ing­um um rekst­ur fé­lags­ins. Um það feng­um við upp­lýs­ing­ar á fundi fasta­nefnda Alþing­is í gær! Er al­veg víst að þetta fé­lag sé heppi­leg­asti aðil­inn til starf­ans?“

Óvissa um framhaldið

Bréfsendingar verða gefnar frjálsar um næstu áramót. Helga Vala nefnir að Ríkisendurskoðun hafi því miður ekki tekist að ljúka við gerð skýrslunnar áður en Alþingi afgreiddi breytingar á heildarlögum um póstþjónustu á Íslandi á nýloknu þingi, en meirihluti Alþingis vildi ekki bíða með afgreiðslu laganna þangað til að skýrslan birtist:

„Því höf­um við nú sett lög, án þess að vita nokkuð um það hvert fram­haldið verður á þess­ari grunnþjón­ustu. Fyr­ir ligg­ur að stjórn­völd áætla að gera samn­ing við Ísland­s­póst um dreif­ingu á bréf­pósti, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hver kostnaður við það eina verk á að vera og hver á að greiða fyr­ir,“

segir Helga Vala.

Sjá einnig: Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst – „Ekki tryggt að félagið þurfi ekki á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári“

Sjá einnig: Ólafur segir skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta „alvarleg samkeppnisbrot í rekstri Íslandspósts“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi