fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst – „Ekki tryggt að félagið þurfi ekki á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 15:05

ARN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðandi hefur lokið úttekt á Íslandspósti ohf., sem gerð var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Í tilkynningu kemur fram að á árunum 2013-2018 var uppsafnað tap Íslandspósts ohf. 246 m.kr.

Til að bregðast við greiðsluvanda félagsins ákvað Alþingi í september 2018 að veita félaginu lán, alls 500 m.kr. á 6,2% vöxtum til eins árs. Heimilt er að breyta því láni í hlutafé. Í fjárlögum 2019 er heimild til að endurlána félaginu allt að 1,5 ma. kr. og leggja félaginu til aukið eigið fé.

Það mun líklega ekki duga til, samkvæmt Ríkisendurskoðun.

Kallað eftir hagræðingu

Ríkisendurskoðandi telur að Íslandspóstur ohf. þurfi að hagræða verulega í starfsemi sinni, s.s. með sameiningu dreifikerfa og einföldun afgreiðslu á pósthúsum. Þá er eigendastefna fyrirtækisins einnig sögð ófullnægjandi:

„Ríkisendurskoðandi telur núgildandi eigendastefnu ófullnægjandi og brýnt að móta sérstaka eigendastefnu fyrir félagið vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana rekstrarumhverfi þess. Í þessu ljósi hefur ytra eftirliti með starfsemi Íslandspósts ohf. verið ábótavant að mati ríkisendurskoðanda.“

Aðgerðirnar dugi ekki til

Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur einnig fram að ekki sé tryggt að félagið þurfi ekki frekari fyrirgreiðslu, í formi aukins hlutafjár eða lánsfjár á næsta ári:

„Hækkun burðargjalda bréfa og viðbótargjald vegna erlendra sendinga, sem hvoru tveggja kemur til framkvæmda á árinu 2019, munu rétta af rekstur Íslandspósts ohf. a.m.k. um tíma. Miðað við núverandi og fyrirsjáanlegar rekstrarforsendur félagsins er það álit ríkisendurskoðanda að þessar aðgerðir dugi ekki til og því er ekki tryggt að félagið þurfi ekki á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári, hvort sem er í formi aukins hlutafjár, lánsfjár eða beinna fjárframlaga. Þá mun samkeppni á markaði eftir boðað afnám einkaréttar einnig hafa áhrif á burðargjöld og takmarka möguleika á hækkun þeirra.“

Íslandspóstur ohf. áætlar rúmlega 200 m.kr. hagnað af rekstri ársins 2019 samanborið við nær 300 m.kr. tap ársins 2018. Tekið skal fram að rekstraráætlunin hefur ekki verið uppfærð eftir að
samþykkt var heimild til að taka viðbótargjald vegna erlendra sendinga.

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.

Spurningar fjárlaganefndar vegna Íslandspósts ohf. og svör

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi