fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar berst gegn ofbeldi með 37 liða aðgerðaráætlun

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 12:10

Sviðsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farið hefur verið yfir aðgerðaráætlun Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Hún er sett fram til að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Verkefnum miðar vel áfram, samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.

Aðgerðaráætluninni, sem er í 37 liðum, er ætlað að vera „vegvísir í baráttunni gegn ofbeldi og tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru verði framkvæmd.“

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi fyrir starfsemi borgarinnar í málaflokknum og stuðla að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar.

Ofbeldisvarnarnefnd er skipuð 7 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara, Stígamót tilnefna einn fulltrúa og einn til vara, Samtök um kvennaathvarf tilnefna einn fulltrúa og einn til vara og Embætti landlæknis tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.

Meðal atriða í áætluninni er vitundarvakning á birtingarmynd ofbeldis, samvinna með Kvennaathvarfinu og Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, ráðgjöf og stuðningur starfsmanns barnaverndar og félagsráðgjafa í útköllum lögreglu, stuðningur við börn sem verða vitni að heimilisofbeldi, ýmiskonar upplýsingagjöf á heimasíðu Reykjavíkurborgar, samstarf við frjáls félagasamtök, meðferð fyrir gerendur, reglulegir samráðsfundir, þjónustusamningar og margt fleira.

Aðgerðaráætlun ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa