fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Könnun Maskínu: Aldrei fleiri hlynntir Borgarlínu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því mælingar Maskínu hófust um viðhorf almennings til Borgarlínu í byrjun árs 2018, hafa aldrei fleiri verið hlynntir henni líkt og nú, eða 54%. Alls 22% segjast andvíg slíkum áætlunum og viðhorf 24% mælast í meðallagi, samkvæmt tilkynningu.

Ungir, háskólamenntaðir, kvenkyns höfuðborgarbúar hlynntastir

Konur eru hlynntari Borgarlínunni (57,6%) en karlar (51,2%). Töluvert fleiri karlar en konur eru andvígir Borgarlínunni, en tæplega 28% þeirra eru andvíg samanborið við naumlega 16%

kvenna. Íslendingar á aldrinum 30 til 39 ára eru hlynntastir Borgarlínunni (69,6%). Þeir sem eru 60 ára og eldri eru síður hlynntir, eða um 45%.

Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntir Borgarlínunni. Reykvíkingar eru hlynntastir (64,1%) og fylgja nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þar á eftir (54,5%). Austfirðingar eru andvígastir

Borgarlínunni (37,9%). Austfirðingar eru þeir einu sem eru andvígari Borgarlínunni nú en fyrir ári síðan. Flestir íbúar annarsstaðar a f landinu eru töluvert hlynntari Borgarlínunni núna en árið

2018.

Háskólamenntaðir eru hlynntastir Borgarlínunni. Slétt 63% þeirra eru hlynnt henni og tæplega 17% andvíg. Þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru andvígastir Borgarlínunni (28,4%). Þeir

sem hafa lokið framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntari Borgarlínunni en þeir sem eru með grunnskólapróf. Milli 48% o g 49% þeirra eru hlynnt Borgarlínunni og á bilinu 24-25%

eru andvíg. Töluvert fleiri eru hlynntir Borgarlínunni nú en fyrir ári síðan á meðal þeirra sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun.

Þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag eru hlynntastir Borgarlínunni (83,9%), en þeir sem myndu kjósa Miðflokkinn andvígastir(73,9%).

Úthverfin andvígust

Af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar miðborgar Reykjavíkur, Vesturbæjar og Seltjarnarness hlynntastir Borgarlínunni og eru íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal

andvígastir. Mesta breytingin á afstöðu til Borgarlínunnar frá því fyrir ári er á meðal Garðbæinga. Þá var 31% Garðabæinga hlynnt Borgarlínunni, en um 71% er nú hlynnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt