Allt ferlið í kringum valið á nýjum seðlabankastjóra hefur verið harðlega gagnrýnt, nú síðast af Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, líkt og Eyjan greindi frá í morgun. Fjórir menn hafa verið metnir hæfastir af hæfisnefnd til að taka við af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, þeir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri og Jón Daníelsson, prófessor við London school of economics í Lundúnum. Allir hafa þeir doktorsgráðu í hagfræði.
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndaflokksins, segir hæfisnefndina sérkennilega skipaða og undrar sig á valinu á Gylfa Magnússyni:
„Nefndin til að meta hæfi umsækjenda um störf Seðlabankastjóra er skipuð með miklum endemum. Bankaráðsmaður í Landsbankanum situr í nefndinni sem áður hefur verið bent á. Annar nefndarmaður er bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands og á að dæma um hæfi sambankaráðsmanns síns Gylfa Magnússonar fyrrum ráðherra. Í áliti þessarar sérkennilega skipuðu hæfisnefndar, sem sýnir slappa stjórnsýslu í landinu eru fjórir einstaklingar taldir vel hæfir og hæfari en hinir umsækjendurnir. Einn þeirra vel hæfu er bankaráðsmaðurinn í Seðlabankanum Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra skv. umsögn og áliti sambankaráðsmanns síns. Það kemur nokkuð á óvart að hæfisnefndin skuli komast að þeirri niðurstöðu að Gylfi Magnússon sé vel hæfur til að vera Seðlabankastjóri þegar afskipti hans af opinberum málum til nokkurs tíma eru skoðuð.“
Jón vill ekki sjá Gylfa Magnússon sem næsta Seðlabankastjóra og nefnir sex ástæður máli sínu til stuðnings: