fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Helga er Reykvíkingur ársins 2019

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 20:00

Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Steffensen, eigandi og leikstjóri Brúðubílsins, hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Þetta er í níunda sinn sem borgarstjóri óskar eftir tilnefningum frá borgarbúum að Reykvíkingi ársins en Jón Gnarr tók upp þennan sið í sinni tíð sem borgarstjóri, segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Helga Steffensen var tilnefnd og valinn Reykvíkingur ársins 2019 en hún hefur rekið brúðuleikhús fyrir yngstu kynslóðina í tugi ára. Hún hóf rekstur Brúðubílsins árið 1980 og hefur verið að í 40 ár. Ein allra vinsælasta persóna Brúðubílsins er apinn Lilli sem hefur verið með Helgu í Brúðubílnum frá upphafi. Helga hefur fengið fálkaorðuna fyrir störf sín við brúðuleikhús fyrir börn.

„Ég er uppalin í Reykjavík og er stolt af borginni minni og því að vera valinn Reykvíkingur ársins. Þetta er mikill heiður fyrir mig og Lilla,“ sagði Helga í morgun þegar tilkynnt var um valið við opnun Elliðaánna. Sú hefð hefur myndast að borgarstjóri býður Reykvíkingi ársins að vera fyrstur til að renna fyrir lax í ánum. Helga lét sig ekki muna um það að ganga út á brúnina á Sjávarfossi og var kominn með lax á færið eftir um fimmtán mínútur. Hún naut dyggrar aðstoðar Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns við veiðina. Hún rotaði Maríulaxinn sinn sjálf og át síðan veiðiuggann af honum og fannst það skemmtilegur siður. Helga fagnar 85 ára afmæli síðar í sumar og kvaðst vel geta fengið veiðibakteríuna nú þegar hún væri komin með Maríulaxinn á land. „Þetta var alveg einstök lífsreynsla,“ sagði hún um laxveiðina.

Helga segir Brúðubílinn alltaf vera jafn vinsælan. Hún fer um alla borg með sýningar og býr til eina til tvær nýjar sýningar á hverju ári. „Við reynum að fara í öll hverfi borgarinnar á sumrin og sýnum á völdum stöðum. Í dag erum við til dæmis með sýningu í Hamravík í Grafarvogi. Þetta er búið að vera gott sumar því sólin hefur skinið á okkur. Stundum erum við með tvær sýningar á dag en hver sýning er um hálftími að lengd,“ segir hún.

Eftir að Helga landaði sínum laxi fór Dagur B. Eggertsson og renndi í fossinn og var óðar kominn með lax á færið. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs fékk einnig vænan lax í Sjávarfossi.

Að minnsta kosti fimm laxar voru komnir á land úr Elliðaánum fyrir kl. 10 í morgun og var talsvert líf í strengjum og hyljum ánna eftir rigninguna í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“