fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
EyjanNeytendur

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum?

Ef svo getur staðan verið sú að þú hafir greitt of mikið til baka og átt inni hjá þeim peninga. Neytendasamtökin hafa birt á heimasíðu sinni þrjú skref sem vert er að framkvæma til að tryggja hagsmuni þína og hefur Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna meðal annars deilt þeim á eigin Facebook-síðu.

Samtökin benda þó á að ekki eru öll smálán ólögleg. Vextir og annar kostnaður má vera allt að 54% um þessar mundir. En það er ólöglegt að krefjast hærri vaxta.

„Ef þú hefur tekið smálán eða þekkir einhvern sem lent hefur í smálánagildru þá endilega lesið þessar ráðleggingar eða komið þeim áleiðis. Smálánarán um hábjartan dag á ekki að líðast,“

segir á vefsíðu Neytendasamtakanna.

  1. Ertu búin að greiða of mikið til baka?
    Almenn innheimta sér um innheimtu lánanna ef þau eru komin í innheimtu. Þú getur sent eftirfarandi póst á almenn@almenn.is:
    Til þess er málið varðar,
    Vinsamlega sendið mér upplýsingar um öll lán sem ég hef tekið hjá fyrirtækinu, dagsetningar þeirra, lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem ég hef greitt hingað til. Ég greiði ekki frekar inn á lánið fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir.
    Virðingarfyllst,
    Nafn: Xxxxx Xxxxx
    Kennitala: xxxxxx-xxxx
    Ef lán er ekki komið í innheimtu og þú telur þig hafa greitt lánsupphæðina til baka getur þú sent samsvarandi bréf beint til smálánafyrirtækja sem þú hefur átt í viðskiptum við:
    Kredia: samband@kredia.dk
    Múla: samband@mula.dk
    1909: samband@1909.is
    Hraðpeningar: samband@hradpeningar.is
    Smálán: samband@smalan.is
  2. Láttu loka skuldfærsluheimildum strax
    Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög.
    Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.
    Arion banki: arionbanki@arionbanki.is
    Íslandsbanki: islandsbanki@islandsbanki.is
    Landsbanki: landsbankinn@landsbankinn.is
    Til þess er málið varðar,
    Vinsamlega lokið nú þegar sjálfvirkum skuldfærsluheimildum á öllum reikningum og kortum í mínu nafni, sem kunna að vera í gildi við Ecommerce 2020 og fyrirtæki tengd því, svo sem Múla, 1909, Hraðpeninga, Smálán og/eða Kredia, eða eru í samstarfi við ofantalin fyrirtæki um greiðslumiðlun svo sem QuickPay APS.
    Virðingarfyllst,
    Nafn: Xxxxx Xxxxx
    Kennitala: xxxxxx-xxxx
  3. Ertu á vanskilaskrá vegna smálána?
    Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.
    creditinfo@creditinfo.is
    Til þess er málið varðar,
    Ég lenti á vanskilaskrá vegna ólöglegra smálána. Vinsamlega takið mig af vanskilaskránni tafarlaust og afmáið öll ummerki um veru mína þar.
    Vinsamlega verðið við beiðni minni sem fyrst og eigi síðar en að 10 dögum liðnum og sendið mér staðfestingu þegar afskráning hefur átt sér stað.
    Virðingarfyllst,
    Nafn. Xxxxx Xxxxx
    Kennitala: xxxxxx-xxxx

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda