fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Dóra Björt hætt sem forseti borgarstjórnar: „Hefur verið sönn rússíbanareið“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 10:59

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, stýrði sínum síðasta fundi sem slíkur í gær. Nýr forseti borgarstjórnar verður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sem tekur við til eins árs, samkvæmt samkomulagi flokkanna við myndun meirihlutans í júní í fyrra.

Dóra var yngsti borgarfulltrúinn sem gegnt hefur þessu embætti og minnist þess sem henni þótti markverðast á Facebook síðu sinni:

„Þetta ár hefur verið sönn rússíbanareið. Mín mantra hefur verið: Meira gagnsæi og meiri valddreifing. Hef ég nýtt hvert tækifæri til að fylgja henni.Það sem stendur upp úr er meðal annars að hafa hleypt minnihlutanum inn í forsætisnefnd en þangað til höfðu einungis fulltrúar meirihlutans tekið ákvarðanir um störf borgarstjórnar og stjórnað fundum hennar. Að hafa aukið aðgengi minnihlutans að málstofu borgarstjórnar með því að setja mál minnihlutans ofar á dagskrá borgarstjórnarfunda til að veita þeim greiðari aðgang að almenningi og fjölmiðlum sem fylgjast ætíð best með fyrri part fundar. Að hafa aukið gagnsæi í kringum laun kjörinna fulltrúa með því að birta þau með aðgengilegri hætti á vefnum. Að hafa lengt og oftast tvöfaldað boðunarfresti ráða svo fulltrúar hafi betri tíma til að kynna sér gögn og undirbúa sig sem gagnast minnihlutanum sérstaklega vel. Að hafa komið að styrkingu allra samráðsnefnda Reykjavíkur og að hafa klárað nýja umgjörð og eflt lýðræðisvettvang borgarbúa í hverfunum sem munu nú heita íbúaráð og vera meira á forsendum borgarbúa en áður. Þetta og svo ótalmargt fleira hefur drifið á mína daga á þessu annasama ári.“

Leikþátturinn lengi í minnum hafður

Dóra Björt nefnir ekki leikþáttinn sem hún „setti á svið“ í upptalningu sinni á því sem hæst bar á þessu eina ári í embætti forseta borgarstjórnar, en í október fór Dóra Björt með lítinn leikþátt sem hún hafði þýtt úr ensku frá bresku gamanþáttunum Little Britain, atriði sem margir þekkja sem „tölvan segir nei“ eða „the computer says no“.

Í frétt DV um málið sagði:

Óhætt er að segja að kjánahrollur hafi hríslast um marga sem horfðu á borgarstjórnarfund í beinni nú eftir hádegi./ Dóra Björt flutti öll hlutverk með tilheyrandi raddbreytingum. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar um atvikið á Twitter: „Íslandsmet í kjánahrolli án atrennu var slegið í pontu borgarstjórnar rétt í þessu af forseta borgarstjórnar með leikþættinum „Tölvan segir nei“.“

Atvikið má sjá hér fyrir neðan en rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu:

Sjá nánar: Þetta er sárt – Dóra Björt fór með leikþátt í ræðustól:„Íslandsmet í kjánahrolli“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK