fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 09:25

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í gærkvöldi var búið að nást samkomulag um þinglok við fjóra af fimm stjórnarandstöðuflokkum Alþingis í gær. Voru samningaviðræðurnar sagðar stranda á Miðflokknum.

Vísir greindi síðan frá því í gærkvöldi að það væri Katrín Jakobsdóttir sem hefði slitið viðræðum við Miðflokkinn fyrr um daginn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefði krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá, sem Katrín hafi ekki viljað verða við, en þá hafði náðst samkomulag um öll önnur mál, meðal annars varðandi breytingar á lögum um innflutning á ófrystu kjöti.

Voru þær viðræður síðan teknar upp aftur síðar þann dag, samkvæmt RÚV.

Morgunblaðið hafði eftir Bergþóri Ólafssyni, þingmanni Miðflokksins, að Miðflokkurinn hafi verið búinn að undirrita samkomulagið um þinglok, en einn stjórnarflokkurinn hafi ekki viljað samþykkja það og þar hafi hnífurinn staðið í kúnni.

Bjarni vildi ekki semja við Miðflokkinn

RÚV greindi frá því síðan um miðnætti að ein af ástæðunum fyrir að ekki náðust samningar, var að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi hafnað samkomulaginu.

Var talað við Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þetta eina af ástæðunum, en ýmsu hefði verið kastað upp í samningaferlinu. Lítil bjartsýni væri hinsvegar á að ná saman, þó hlutirnir gætu breyst hratt:

„Staðan er sú að menn hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum og verið að velta ýmsu fyrir sér. Menn hafa verið að þokast nær í sumum málum en fjær í öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK