fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Logi segist leiður á „þvælunni“ og vill úthýsa Miðflokknum: „Við hin 54 getum þá átt eðlilegri umræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 11:00

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þingmenn Miðflokksins nú hægja viljandi á störfum þingsins með því að „þvæla endalaust“ um öll mál sem rædd eru á Alþingi, ekki bara þriðja orkupakkann. Virðist þetta kornið sem fyllti mælinn hjá Loga, því hann leggur til að Miðflokknum verði hent út úr Alþingishúsinu:

„Nú hafa þingmenn víkkað út orkupakkaþófið og eru farnir að þvæla endalaust um öll mál sem sett eru á dagskrá – augljóslega til að hægja á störfum þingsins. Ég geri það því að tillögu minni að Miðflokknum verði gert að ræða sín hugðarefni á vel upplýstum hátíðapallinum á Þingvöllum, túristum til skemmtunar; við hin 54 getum þá átt eðlilegri umræðu í þinghúsinu.“

Það ætti ekki að væsa um Miðflokkinn á Þingvöllum, en líkt og kunnugt er þá nam kostnaðurinn við hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í fyrra tæpum 87 milljónum króna, en átti samkvæmt fyrstu áætlunum að kosta 45 milljónir.

Þótti mörgum nóg um þegar kom í ljós að kostnaðurinn við lýsingu viðburðarins, um hábjartan dag, kostaði rúmar 22 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“