fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Til skoðunar að skylda einstaklinga og fyrirtæki til að flokka rusl: „Mjög misjafnt hvernig þau standa sig“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. maí 2019 12:19

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélög á Íslandi ákveða sjálf hvernig reglum um móttöku, flokkun, og eyðingu úrgangs er háttað í sínu byggðarlagi og eru lausnirnar sem í boði eru því mismunandi.

Hver íbúi höfuðborgarsvæðisins hendir að meðaltali um 223 kílóum af úrgangi í ruslið á hverju ári og er sorp orðið að alheimsvandamáli, þar sem plastagnir finnast víðast hvar í fiski og neysluvatni, og súrnun sjávar mun stórskaða lífríki hafsins á næstu árum verði ekkert að gert.

Nú eru hugmyndir uppi í Umhverfisráðuneytinu um að leiða flokkun rusls í lög, ef marka má viðtal við Guðmund Inga Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, í fréttabréfi stéttarfélagsins Sameiki:

 „Því það er ekki nóg að sveitarfélagið setji reglur um að flokka, fólk verður að vita hvernig á að gera það og hvers vegna það sé mikilvægt. Þetta helst allt í hendur. Og það er einmitt eitt af því sem ég er að skoða núna; getum við samræmt flokkunina meira þótt ekki væri nema innan landshluta sem nýta sér sömu úrgangsþjónustu. Einnig er ég að skoða að gera flokkun á landsvísu að skyldu bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki því það er líka mjög misjafnt hvernig þau standa sig. Þetta tengist allt hringrásarkerfinu sem er eitt af verkefnum ársins hjá okkur í umhverfis- og auðlindrráðuneytinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”