fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Gunnar Smári með kenningu um hvað Sigríður Andersen hefur gert í „fríinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. maí 2019 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og þar með svarinn óvinur frjálshyggjunnar, setti í dag fram kenningu um hver stæði að baki nýlegum skrifum á Vefþjóðviljann, eða Andríki, en það er miðill sem er „ætlað að kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir með útgáfu og öðru starfi,“  líkt og segir á heimasíðu.

Gunnar Smári telur að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrir um tveimur mánuðum síðan, hafi ekki setið með hendur í skauti sér á meðan, heldur hafi hún tekið til við nafnlaus greinaskrif á netinu:

„Í gær datt inn klausa á Vefþjóðviljann, andriki.is, í fyrsta sinn síðan í fyrra þegar ritið birti tvær greinar, en vefurinn hefur að mestu leyti legið niðri frá því að Sigríður Á. Andersen varð dómsmálaráðherra snemma árs 2017. Það ár birtust fáeinar greinar miðað við árin á undan, fyrst og fremst í smá gusu fyrir kosningarnar í október eftir að ríkisstjórn Bjarna Ben hafði fallið vegna embættisverka Sigríðar. Það er vitað að þótt nokkur hópur hafi staðið að Vefþjóðviljanum þegar hann var settur upp 1995 þá var Sigríður ötulasti penninn á vefnum þau tuttugu ár, frá 1997 til janúar 2017, sem birtir voru daglegir pistlar á vefnum. Ástæða þess að hætt var að birta daglega pistla var að Sigríður var orðin ráðherra. Nú þegar hún hefur sagt af sér má reikna með að hún noti Vefþjóðviljann til að byggja aftur upp pólitíska stöðu innan Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið lyftir hatti sínum fyrir Sigríði og birti klausuna frá í gær í Staksteinum dagsins.“

Játar hvorki né neitar

Þetta er athyglisverð kenning hjá Gunnari Smára og bar Eyjan hana undir Hörð H. Helgason, einn þeirra þriggja sem fara með ritstjórn vefs Andríkis.

Hörður vildi ekkert gefa upp um hvort Sigríður hefði skrifað fyrir miðilinn:

„Ég hef bara aldrei nokkurn tíma í áratugalangri sögu þessa fjölmiðils verið að uppljóstra hverjir eru að skrifa fyrir okkur hverju sinni og ætla ekki að fara að byrja á því núna. En það er alltaf gaman að sjá nýja lesendur bætast í hópinn, eða gamla og trygga, eftir því sem við á í þessu tilfelli,“

sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á