fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Þessi ársreikningur sendir borgarstjórn gula spjaldið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. maí 2019 15:56

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 fer nú fram á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan 13:00. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði bólueinkenni mikil í rekstri borgarinnar enda vísbendingar um að hagsveiflan sé búin:
„Ekki hefur tekist að greiða niður skuldir í góðæri og skuldasöfnun A-hluta og samstæðu halda áfram að vaxa á fullu. Skuldir hækka um 25 milljarða á síðasta ári, meira en tvo milljarða á mánuði. Skuldir voru 324 milljarðar um áramót en áttu að vera 299 milljarðar samkvæmt fjárhagsáætlun. Við sjáum það að rekstrarkostnaður hækkar umfram verðlag þrátt fyrir að kjarasamningum sé ekki lokið.  Fjárfestingar eru hressilegar umfram afgang en ég velti fyrir mér hvort bjartsýni borgarstjóra muni koma okkur í gegnum það,“
sagði Eyþór og bætti við að reiknaðir liðir hafi hækkað eigið fé og hagnað um meira en 60 milljarða.
„Það er ekki gott að styðjast við einskiptis uppreikning á eignum og telja að það sé eitthvað sem komið til með að vera. Síðan er það óinnheimtur en tekjufærður byggingarréttur sem er upp á marga milljarða króna. Einskiptishagnaður minnkar skarpt þegar hagsveiflan stöðvast,“
sagði Eyþór í ræðu sinni.
Niðurstaðan er aðvörun
Eyþór segir að ársreikningurinn sé gult spjald fyrir meirihlutann:
 
„Fjármagnskostnaður vex hvort sem það er vegna verðbólgu eða vegna erfiðleika sem kunna að verða á fjármagnsmörkuðum. Þessi niðurstaða, þ.e. ársreikningur Reykjavíkurborgar, er aðvörun og við berum ábyrgð á að þessi niðurstaða sé í lagi. Þegar við sjáum að skuldir eru að vaxa langt umfram það sem var hérna fyrir ári síðan þá verðum við að skoða það. Þessi fyrsti ársreikningur á árinu sendir borgarstjórn gula spjaldið, enda afgangur sem var upp á 28 milljarða 2017 að minnka um 60% milli ára. Þá eru fjárfestingarnar hærri en reksturinn leyfir. Álögur eru að sama skapi í botni, þ.e. útsvar, fasteignagjöld, sorphirðugjöld o.s.frv. og þá spyr maður sig hvort við séum samkeppnishæf við önnur sveitarfélög þegar álögur eru jafn háar og raun ber vitni,“
sagði Eyþór, en bókun Sjálfstæðisflokksins má lesa hér að neðan:
 Bókun Sjálfstæðisflokks við fyrri umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar
Tekjur Reykjavíkurborg hafa aldrei verið meiri, enda skattar í hámarki og gjöld í hæstu hæðum. Afkoma borgarinnar er þó lakari en árið 2017 enda vaxa gjöldin hratt. Launakostnaður vex um 10% milli ára af reglulegum rekstri. „Annar rekstrarkostnaður“ vex um 8%. Þá vekur sérstaka athygli að skuldir borgarinnar halda áfram að vaxa í góðæri. Skuldir borgarsjóðs hækka um átta milljarða og eru 108 milljarðar um áramót. Heildarskuldir borgarinnar hækka enn meira eða um 25 milljarða og eru 324 milljarðar í lok síðasta árs. Það er hækkun um rúma 2 milljarða á mánuði árið 2018. Þetta gerist á sama tíma og ríkissjóður lækkar skuldir sínar. Afgangur af rekstri dugar ekki fyrir fjárfestingum og fjármagnskostnaður borgarinnar snarhækkar á milli ára.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“