fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Davíð Oddsson segir góða fólkið nota þetta „trix“ þegar rökunum sleppir: „Nær ágæt­um ár­angri“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. maí 2019 09:48

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er vafalaust leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, hvar hann lýsir eftir uppnámi. Hann segir ýmis afbrigði íslenskrar umræðu, þegar tekist sé á um pólitísk álitaefni, vera vel þekkt:

„Eitt er að skil­greina þann sem hef­ur gagn­stæða skoðun. Hann er sagður rasísk­ur. Yf­ir­leitt veit ásak­and­inn ekki hvað orðið þýðir. Eða hann er létt­fasísk­ur, hvað sem það er nú sem er létt við fas­is­mann. Hann er iðulega sagður vera kven­fjand­sam­leg­ur. Mjög óljóst er hvað það orð þýðir, sér­stak­lega eft­ir að kynj­un­um fjölgaði upp í fjór­tán með ákvörðunum Obama,“

segir Davíð og heldur áfram:

„Eitt til­brigðið má eig­in­lega fella und­ir „þrastrix“. Það felst í því að lýsa öll­um þeim áhyggj­um sem ein­hver hef­ur haft uppi í deil­um og segja að þær staðfesti að minnsta kosti að vafi ríki um málið. Og þá koma lausn­ar­orðin sem þekkt eru t.d. í umræðum um virkj­un­ar/​nátt­úru­vernd­ar­mál. „Þarna er vafi. Nátt­úr­an verður að njóta vaf­ans.“ Þetta er dá­lítið sniðugt trix í þröngri stöðu rök­leys­unn­ar, því þótt and­stæðing­ur­inn í þannig deilu hafi marg­vís­leg rök fyr­ir sín­um vilja myndi varla henta að berj­ast með slag­orðinu: „Virkj­un­in njóti vaf­ans.“

Samfylking, VG og góða fólkið

Davíð segir þann sem vafans skal njóta, verða að hafa veikburða stöðu:

„Við þær aðstæður þræl­virk­ar rök­semd­in, þótt hún sé inni­stæðulít­il. Það eru oft­ast nær flokk­ar á borð við Sam­fylk­ingu og Vinstri-græna, hand­haf­ar „góða fólks­ins“, sem nota trixið sem tek­ur við þegar rök­un­um slepp­ir: Þessi málstaður, okk­ar málstaður, á að njóta vaf­ans, en ekki hinn. Trixið nær ágæt­um ár­angri t.d. í umræðum um lofts­lags­mál, sem eru ekki al­veg laus við að hafa orðið ruglanda að bráð, því miður.“

Þriðji orkupakkinn

Davíð segir „trixið“ einnig nýtast í umræðum um hvalveiðar, þar sem vísindarökin haldi ekki alltaf vatni, en heimfærir trixið sérstaklega upp á þá sem fylgjandi eru þriðja orkupakkanum, en sjálfur er Davíð honum andstæður.

„Það er mikið um­hugs­un­ar­efni að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi ákveðið að gefa sjálf­um sér og stuðnings­mönn­un­um tvennt í 90 ára af­mæl­is­gjöf í þess­um mánuði. Það fyrra er að neyða at­lög­una að stjórn­ar­skránni niður um kokið á hvor­um tveggja með góðu eða illu og sanna að þar hafi menn ekk­ert lært af óför­un­um í Ices­a­ve. Samt segja þeir að málið sé ekki um neitt. Það sé ekk­ert í því. Það taki ekk­ert vald af Íslandi og færi ekk­ert vald yfir til ESB. En hvers vegna þá? Hvers vegna að ulla á allt þetta fólk og það út af engu? Það get­ur ekki ein­göngu verið gert í til­efni dags­ins. Eina svarið og það sem á að duga til að efna til átaka við al­menn­ing er að ella muni samn­ing­ur­inn um EES hanga á bláþræði og það sé „skemmd­ar­verk“ að stofna til þess. Af hverju mundi hann hanga á bláþræði út af máli sem er ekki um neitt og snýst ekki um neitt?“

Davíð segir EES samninginn gera ráð fyrir því að aðildarríki hans geti hafnað slíkum tilskipunum sem þriðji orkupakkinn sé, ellegar hefði hann ekki staðist stjórnarskrá.

Þá vitnar hann til Kastljóssviðtalsins við Stefán Má Stef­áns­son pró­fess­or í gærkvöldi:

„Stefán Már var spurður um það í gær af „RÚV“ hvort rétt væri að yrði látið und­an ótta al­menn­ings færi EES-samn­ing­ur­inn í upp­nám. Pró­fess­or­inn brosti góðlát­lega og gat ekki séð hvernig það fengi staðist. Fyrst rök­leys­an virðist kom­in að enda­mörk­um stend­ur sú spurn­ing ein eft­ir hvort Juncker, Tusk og „upp­námið“ eigi að njóta vaf­ans en ekki stjórn­ar­skrá­in. Hin gjöf­in verður kannski rædd síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller