fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gjaldheimta Sýslumanns vegna Creditinfo gæti varðað við lög – „Hver uppfletting kostar 700 kr“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. maí 2019 15:39

Vilhjálmur Þorsteinsson Mynd- Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur verið fjallað um þær tafir sem eru á afgreiðslu hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu, en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tafirnar óboðlegar í sifjamálum hjá stofnuninni, sem væru allt að sjö mánuðir í sumum málum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, lýsir á Facebook síðu sinni upplifun af samskiptunum við embættið vegna þinglýsinga:

#pirringur: Fór til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til að láta þinglýsa samningum þar sem þrjú fyrirtæki koma við sögu. Til að sannreyna undirskriftir forsvarsmanna fyrirtækjanna þarf Sýslumaðurinn að fletta upp upplýsingum um þau hjá einkafyrirtækinu CreditInfo og hver uppfletting kostar 700 kr., sem kúnninn borgar. Nú eru þessar upplýsingar upphaflega úr fyrirtækjaskrá RSK. Hví í ósköpunum flettir Sýslumaðurinn þeim ekki upp beint þaðan? Hversu miklar tekjur skyldu renna frá Sýslumanni til CreditInfo vegna þessara uppflettinga árlega?“

Gjaldtaka stríðir gegn lögum

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Vilhjálms, þar sem hann bendir á breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, með síðari breytingum (aukinn aðgangur að fyrirtækjaskrá), hvers frumvarp var samþykkt árið 2017.

Þar kemur skýrt fram að:

„Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og skulu allar upplýsingar birtast í rafrænni uppflettingu.“

Tóku lögin gildi 1. janúar árið 2018.

Ekki náðist í embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar, þar sem afgreiðslan lokar klukkan 15.

 

Sjá einnig: Lýsir „ófremdarástandi“ hjá embætti Sýslumanns:„Algjörlega óboðlegt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt