Matthías Imsland er fyrrverandi forstjóri Iceland Express og fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra.
Undanfarin misseri hefur Matthías verið stórtækur í fjárfestingum á fasteignum. DV greindi frá því í maí á síðasta ári að Matthías hefði fjárfest í tíu íbúðum í Vestmannaeyjum í gegnum eignarhaldsfélag sitt, MPI ehf., en heildarkaupverð eignanna er tæplega 130 milljónir króna. Fram kom að Matthías hefði fjármagnað kaupin með hagstæðum lánum frá Íbúðalánasjóði og er lánstíminn í öllum tilvikum 50 ár. Skilyrði fyrir slíkum lánveitingum er að félagið leigi íbúðirnar út til langs tíma og sé ekki rekið í hagnaðarskyni. Þá greindi Stundin frá því stuttu seinna að Matthías hefði fjárfest í elleftu íbúðinni.
Í september á síðasta ári setti Matthías glæsihýsi sitt við Hlíðarveg í Kópavogi, sem metið var á 94,5 milljónir, á sölu og flutti í Kórahverfið.
Heimili:
Kaldalind 8
328,6 fm
Fasteignamat: 117.900.000 kr.
Matthías Imsland:
Tekjublað DV 2018: 1.853.690 kr.