fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Össur sendir Jóni Baldvin væna sneið: „Hvaða utanríkisráðherra lét eftirfarandi orð falla á Alþingi um EES-samninginn ?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. maí 2019 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, varpar fram gátu í færslu á Facebook í dag, sem virðist ætlað að hrista upp í umræðunni um þriðja orkupakkann. Össur spyr:

„Hvaða utanríkisráðherra lét eftirfarandi orð falla á Alþingi um EES-samninginn:

„Samstarf á sviði orkumála er að vísu ekki mjög umfangsmikið samkvæmt þessum samningi, en mun þó styrkja verulega stöðu okkar sem orkuútflytjanda til Evrópu.“

a) Guðlaugur Þór Þórðarson
b) Össur Skarphéðinsson
c) Jón Baldvin Hannibalsson“

Svarið er C, Jón Baldvin Hannibalsson, sem í ágúst árið 1992 mælti fyrir frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, sem samþykkt var á Alþingi. Umræðan í þá daga var ekki ósvipuð þeirri sem nú hverfist um þriðja orkupakkann; andstæðingar samningsins töldu að um innrás í fullveldi landsins væri að ræða og allt þar fram eftir götunum.

Eitt helsta bitbeinið varðandi þriðja orkupakkann er að andstæðingar hans telja samþykkt hans vera undanfara þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu til að flytja út umfram orku sem hér verði til. Við það hækki raforkuverð til almennings, sem sé ekki gott mál. Þeir benda á að þó svo það sé í höndum Alþingis að samþykkja slíkan sæstreng, sé Alþingi ekki mikil fyrirstaða í samhengi hlutanna.

Virðist þessi hugmynd ekki ný af nálinni, líkt og sjá má í afstöðu Jóns Baldvins, sem nú er einn talsmanna Orkunnar okkar, samtaka andstæðinga þriðja orkupakkans. Össur stríðir því þarna sínum gamla formanni, þar sem ummælin hitta hann sjálfsagt ekki vel fyrir í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Össur bendir á U-beygjur hjá Jóni Baldvin en í byrjun mánaðarins benti hann á að Jón Baldvin hefði barist hart fyrir lagningu sæstrengs til Skotlands:

„Sjálfur hef ég afar vonda fortíð í þessu máli. Þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn á sínum tíma, marghrakinn flóttamaður úr Alþýðubandalagi Ólafs Ragnars og Svavars sem þar eyddu öllum tíma sínum og annarra flokksmanna í innbyrðis slagsmál, þá gekk ég í náðarfaðm Jóns Baldvins og Sighvatar. Þá var eitt helsta kosningamál Alþýðuflokksins í atvinnumálum að leggja sæstreng til Skotlands og hefja útflutning á raforku. Þessi stefna var klöstruð upp í iðnaðarráðuneytinu sem flokkurinn réði þá. Ég var var óðara munstraður í að skrifa greinar um rafstreng til útlanda, og halda um það ræður sem upphitari á fundum með Jóni Baldvin Nú telur Jón Baldvin að sæstrengur til útlanda stappi landráðum næst. En hugmyndin um hann var á sínum tíma unnin, þróuð og kynnt í boði þessa sama fyrrum leiðtoga lífs míns. Það er margt skrítið í vestfirska kýrhausnum…..“

Sighvatur Björgvinsson, umræddur iðnaðarráðherra í sögu Össurar, sá sig tilneyddan til að leiðrétta Össur eftir frétt Eyjunnar og sendi frá sér grein þar sem hann neitaði fyrir að hafa áhuga á slíkum streng, ólíkt því þegar Össur tók við taumnum í ráðuneytinu.

Sjá nánar: Össur – eftir hrakningana

Sjá nánar: Össur bendir á U-beygju Jóns Baldvins:„Margt skrítið í vestfirska kýrhausnum“

Fullveldisfyrirvarinn

Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði árið 1989 undir Oslóaryfirlýsinguna fyrir hönd Íslands, sem aðrir leiðtogar EFTA-ríkjanna gerðu einnig. Í henni segir:

„Við munum gera nauðsynlegar ráðstafanir til að styrkja það kerfi sem við höfum til eftirlits og framkvæmdar á samningsskuldbindingum, til þess að tryggja samræmda og samhæfða framkvæmd og túlkun þeirra á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“

Steingrímur gerði einnig grein fyrir sérstökum fyrirvörum Íslands við EES-samningnum á fundinum. Einn þeirra hljóðaði svo:

  „Við getum aldrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur fullveldinu eða rétti okkar til þess að taka eigin nauðsynlegar ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“