fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Gylfi Zoega varar við endurkomu bankstera og endurskoðenda þeirra – „Reynir þá mikið á fjár­mála­eft­ir­lit“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. maí 2019 11:47

Gylfi Zoëga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, skrifar í tímaritið Vísbendingu í dag þar sem hann varar við endurkomu helstu persóna og leikenda hrunsins og segir að nú muni reyna á fjármálaeftirlitið. Kjarninn greinir frá.

Gylfi segir að ein helsta forsenda þess að bankakerfið hafi margfaldast að stærð á árunum fyrir hrun, hafi verið bókhaldsbrellur og misvísandi uppgjör og segir fyrirsjáanlegt að sömu aðilar muni snúa aftur í fjármálakerfið á Íslandi og ráða sömu endurskoðendur sem fyrr:

„…og reynir þá mikið á fjár­mála­eft­ir­lit.“

Gylfi segir að mikið af því fé sem komið hafi verið undan fyrir hrun sé nú að skila sér til baka eftir að þrotabú bankanna hafi verið gerð upp:

„Lík­legt er að a.m.k. einn öfl­ugur banki verði í eigu þess­ara aðila innan ekki langs tíma ef það hefur ekki gerst nú þeg­ar,“

segir Gylfi, en Arion banki, sem var að miklu leyti í eigu Kaupþings og vogunarsjóða um áramót, hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar stjórnenda undanfarið, sem og í hópi hluthafa. Orðrómur er uppi um að Arion banki sé að sameinast Kviku banka, hvers yfirstjórn hefur sterk tengsl við Kaupþing, en bankastjórinn Ármann Þorvaldsson, er til dæmis fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander.

Engin iðrun endurskoðenda

Gylfi segir ekki öll kurl komin til grafar um ámælisverðan rekstur bankanna fyrir hrun, þar sem endurskoðendur léku stórt hlutverk. Sendir Gylfi endurskoðendum tóninn:

„End­ur­skoð­endur gegndu lyk­il­hlut­verki í því að láta bók­fært eigið fé marg­fald­ast á fáum árum en hafa ekki sýnt neina iðrun í þeim efn­um.“

Þá bætir Gylfi við:

„Ef þessir aðilar tengj­ast stjórn­mála­flokkum þá mun reyna á sjálf­stæði fjár­mála­eft­ir­lits bæði í sam­skiptum við bank­ana og einnig við rík­is­stjórn.  Þá væri betra að pen­inga­stefnan væri ekki undir sama þaki.“

Umbylting byggð á misskilningi ruggi bátnum

Gylfi minnist einnig á þær hættur sem fyrirhuguð sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins hefur í för með sér:

„Á síð­ustu tíu árum hefur farið fram stöðug vinna við að end­ur­skipu­leggja fram­kvæmd pen­inga­stefnu með breyttum áherslum og breyttri nýt­ingu stjórn­tækja. Í fyrsta sinn í sögu lýð­veld­is­ins hefur tek­ist að kalla fram jákvæða þróun þar sem saman fara hag­vöxt­ur, lág verð­bólga, jákvæður við­skipta­jöfn­uður og batn­andi staða gagn­vart útlöndum og vax­andi kaup­mátt­ur. Án efa hefur heppni ráðið ein­hverju en því verður ekki neitað að önnur beit­ing stjórn­tækja Seðla­bank­ans árin 2009-2019 hefur skilað stór­lega bættum árangri. Kannski gengur það að hafa sjálf­stæðan gjald­miðil án þess að hag­kerfið fari í gegnum dýfur með reglu­bundnum hætti, verð­bólgu­skot og skertan kaup­mátt!

En af hverju þarf þá að umbylta stjórn­kerf­inu á grund­velli til­lagna sem urðu til fyrir mis­skiln­ing með breyt­ingum sem stefna þessum árangri í tví­sýnu?  Er ekki betra að taka fleiri og smærri skref, halda í það sem gott er og bæta smám saman þegar við erum alveg viss um að næsta skref sé til bóta?  Og ekki gera ráð fyrir að emb­ætt­is­menn og stjórn­mála­menn hugsi alltaf ein­ungis um þjóð­ar­hag en ekki eigin hags­muni og sína póli­tísku stöð­u.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni