fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur segir Landsvirkjun „slátra“ fyrirtækjum markvisst til að réttlæta sæstreng

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. maí 2019 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vandar Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Tilefnið er niðurstaða gerðardóms um nýtt og hærra rafmagnsverð í framlengdum rafmagnssamningi milli Landsvirkjunar og Elkem Ísland ehf. sem rekur kísilverið á Grundartanga og er fjórði stærsti rafmagnsnotandi Landsvirkjunar. Vilhjálmur óttast að hækkunin gæti reynst Elkem erfið rekstrarlega séð og óttast að uppsagnir fylgi í kjölfarið, en starfsmenn Elkem eru flestir í Verkalýðsfélagi Akraness:

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég óttast innilega um atvinnuöryggi minna félagsmanna á Grundartanga eftir að í ljós kom að umtalsverð hækkun mun verða á raforku til Elkem, enda hefur fyrirtækið í gegnum árin og áratugina verið að berjast fyrir tilveru sinni. Það liggur fyrir að ef auglýst raforkuverð sem Landsvirkjun vill fá fyrir raforkuna hefði orðið að veruleika þá má segja að nánast öruggt hefði verið að fyrirtækinu hefði verðið lokað og hundruð starfsmanna misst lífviðurværi sitt. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki náð í gegn sínu auglýsta raforkuverði sem þeir vilja fá, þá mun þessi umtalsverða hækkun ógna rekstararforsendum Elkem gríðarlega að mínu mati og um leið ógna öryggi þeirra sem þar starfa.“

Slátrun leiðin að sæstreng

Vilhjálmur veltir einnig upp áhugaverðri kenningu, að með þessu sé Landsvirkjun hægt og bítandi að setja fyrirtæki vísvitandi á hausinn, svo réttlæta megi lagningu sæstrengs, þar sem svo mikið verði til af umfram orku og tengir málið þannig við þriðja orkupakkann, sem hann er í harðri andstöðu við:

„Ég velti því fyrir mér hvort það sé stefna Landsvirkjunar að slátra rekstarforsendum fyrirtækja í orkufrekum iðnaði hægt og bítandi og segja svo þegar búið verður að slátra þessum fyrirtækjum og svipta þúsundir starfsmanna lífsviðurværi sínu að núna sé svo mikil umframorka til að við verðum að samþykkja að leggja sæstreng til Íslands.“

Vilhjálmur minnist á að loðnubræðslur fyrri tíma hafi séð hag sinn í því að knýja verksmiðjur sínar á olíu í stað rafmagns þar sem ekki náðust nægilega hagstæðir samningar og nefnir einnig garðyrkjubændur í því sambandi, sem hafi öskrað á hagstæðara orkuverð, fyrir daufum eyrum.

Ógnar lífsviðurværi þúsunda

Þá segir Vilhjálmur að Hörður sé markvisst að ógna störfum, með kröfu sinni um hátt raforkuverð til fyrirtækja:

„Já, mín skoðun er sú að forstjóri Landsvirkjunar er markvisst að ógna lífsviðurværi þúsunda starfsmanna í orkufrekum iðnaði með því að krefja þessi fyrirtæki um raforkuverð sem kippir grundvelli þeirra til áframhaldandi atvinnusköpunar og uppbyggingar hér á landi í burtu. Já ekki dónalegt fyrir Landsvirkjun að vera búið að eyða háum upphæðum í að kanna kosti þess að hingað sé lagður sæstrengur þegar hægt er að slátra orkufrekum iðnaði með gríðarlegum hækkunum á raforkuverði og segja svo „við verðum að fá sæstreng því við eigum svo mikið af ónýttri raforku til“

Það er rétt að geta þess að það er enginn að tala um að gefa raforkuna til orkuafreksiðnaðar, enda er ekki hægt að sjá að verið sé að gefna raforkuna þegar horft er á afkomu Landsvirkjunar, enda fjárhagsstaða Landsvirkjunar gjörsamlega frábær.“

Ríkisstjórnin hefur sagt að ekki verði lagður sæstrengur nema með samþykki Alþingis, meðan andstæðingar orkupakkans segja Alþingi litla fyrirstöðu í svo umfangsmiklu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn