fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Umhverfisráðherra notar úrelt hugtök að mati framkvæmdastjóra Landverndar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamfarahlýnun af mannavöldum er hugtakið sem skipta skal út fyrir hið úrelta og allt of milda hugtak loftslagsbreytingar, að mati framkvæmdastjóra Landverndar, Auðar Önnu Magnúsdóttur.  Einnig telur hún að skipta megi út hugtakinu hlýnun jarðar fyrir hitnun jarðar, þar sem hlýnun sé „svolítið kósý orð“.

Auður segir við mbl.is í gær að orðanotkunin hafi verið alltof mild hingað til og ekki tekist að sannfæra almenning um þá hættu sem sé yfirvofandi og tekur þar í sama streng og breska blaðið Guardian, sem tók það upp hjá sér að tala ekki um „climate change“ og „global warming“ í sínum umfjöllunum, heldur „climate crisis“ og „global heating“.

„Ég held að þetta sé ein af mörg­um mis­tök­um sem við höf­um gert síðastliðin 30 ár þegar við höf­um verið að ræða um um­hverf­is­mál­in, sér­stak­lega lofts­lags­breyt­ing­ar. Hluti af því er orðnotk­un­in. Það er mjög mik­il­vægt að nota rétt og lýs­andi orð af því að það geta ekki all­ir verið sér­fræðing­ar í lofts­lags­breyt­ing­um,“

segir Auður.

Umhverfisráðherra ekki með á nótunum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og forveri Auðar hjá Landvernd, virðist ekki alveg vera með á nótunum, því í grein sinni í Fréttablaðinu í dag talar Guðmundur Ingi enn um loftslagsbreytingar, en í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins:

„Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess.“

Íhugar að lýsa yfir neyðarástandi

Hugtakið loftslagsvá hefur einnig verið notað af Landvernd og fleirum hér á landi, en hugtakið hamfarahlýnun af mannavöldum fangar kjarnann í alvarleika málsins betur að mati Auðar:

„Ég heyrði fyrst Stein­unni Sig­urðardótt­ur stinga upp á því að við töluðum um ham­fara­hlýn­un af manna­völd­um og per­sónu­lega finnst mér það vera mjög gott. Þá erum við líka bæði að hafna því að þetta sé ekki af manna­völd­um og sýna að þetta er hlýn­un og þetta eru ham­far­ir. Þá erum við að koma með skila­boðin um það hvað þetta er í raun og veru.“

Landvernd hvatti ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum um síðustu mánaðarmót, til staðfestingar á alvarleika málsins. Breska þingið gerði það í byrjun mánaðar og hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ekki útilokað að það verði gert hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK