fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Alþingis, sem starfar í umboði forsætisnefndar Alþingis, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, brjóti gegn siðareglum þingsins.

Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið að sér fé, með tilvísun í endurgreiðslur Alþingis til þingmannsins vegna aksturs hans.

Þessi sama siðanefnd Alþingis taldi hinsvegar ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna ummæla Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um sama mál, en Björn ásakaði Ásmund um þjófnað.

Sjá einnig: Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Kynferðisleg áreitni vægari en ásökun um rökstuddan grun fjárdrátt

Á sama tíma telur forsætisnefnd ekki ástæðu til að aðhafast neitt í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar sem tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að hafa viðurkennt kynferðislega áreitni í garð blaðamanns, eftir að fréttaflutningur um málið hófst.

Forsætisnefnd túlkar hegðun Ágústs ekki sem brot á siðareglum þingmanna, þó svo þar standi skýrum stöfum:

„Þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni.”

Á fundi forsætisnefndar var bókað að engin ástæða þætti til þess að athuga málið frekar.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, gagnrýnir nefndina harðlega fyrir vinnubrögðin í máli Ágústs Ólafs og bendir á þennan tvískinnung sem felst í ákvörðun forsætisnefndar í bókun sinni um málið:

„Undirritaður varaði við þessari afgreiðslu, samþykkti hana ekki og lagði til aðrar leiðir.“

Skelfileg skilaboð

Jón Þór segir forsætisnefnd hafa allar upplýsingar sem þurfi um málið til að taka ákvörðun um að senda það til siðanefndar, en forsætisnefnd bar því við að henni væri ekki fært að leggja mat sitt á málið nema að afla upplýsinga frá þolanda málsins, konunnar sem Ágúst Ólafur áreitti:

„Slík málsmeðferð vekur ekki traust á að forsætisnefnd ætli að virða vilja Alþingis varðandi kynferðislega áreitni sem eru skelfileg skilaboð að senda konum og þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.“

Í bókuninni kemur einnig fram að þó svo að forsætisnefnd hafi ákveðið að taka málið ekki lengra, þá gæti konan sem Ágúst Ólafur áreitti, sjálf óskað eftir því að málið færi fyrir siðanefndina, réttur hennar hafi ekki takmarkast.

Í for­sætis­nefnd eru:

Stein­grímur J. Sig­fús­son, Guð­jón S. Brjáns­son, Brynjar Níels­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Willum Þór Þórs­son, Jón Þór Ólafs­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Stein­unn Þóra Árna­dóttir og Har­aldur Bene­dikts­son. Áheyrna­full­trúar eru Þor­set­inn Víglunds­son og Inga Sæland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK