fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Ríki í ríkinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 11:00

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Í starfi mínu sem lögmaður hef ég komist að raun um að í landinu hafa starfandi embættismenn í stjórnarráðinu og ýmsum öðrum stofnunum ríkisins miklu meiri völd en stjórnskipun okkar gerir ráð fyrir. Með sanni má segja að þessi hópur sé eins konar ríki í ríkinu. Fjölmörg dæmi eru um að þeir hreinlega stjórni í bága við vilja og fyrirmæli yfirmanna sinna, sem eru auðvitað ráðherrarnir sjálfir. Margir ráðherrar virðast hreinlega óttast þetta heimaríka fólk og láta því undan því, þegar taka þarf ákvarðanir eða hrinda þegar teknum ákvörðunum í framkvæmd.

Jafnframt hafa margir á orði að stjórnun á embættismönnum sé einatt lítil sem engin. Ef þeir sinni ekki störfum sínum séu þeir ekki reknir, eins og almennt tíðkast í rekstri fyrirtækja, heldur komið þægilega fyrir og einhver annar ráðinn til að sinna hinum nauðsynlegu verkefnum. Í lögum hefur réttarstöðu embættismanna verið komið fyrir með þeim hætti að nær ógerlegt er að losna við þá þó að þeir vinni ekki vinnuna sína.

Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn í landinu taki höndum saman um að hrinda ólögmætu ofurvaldi embættismanna. Okkar lýðræðislega stjórnskipun gerir ráð fyrir að pólitískir ráðherrar stjórni í ráðuneytum. Þeir sækja umboð sitt til þjóðarinnar og bera ábyrgð gagnvart henni á meðferð valds síns. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhugamál þeirra, hvar í flokkum sem þeir standa, að koma fram umbótum á þessu þýðingarmikla sviði. Þær myndu leiða til skýrari ábyrgðar og verulegrar lækkunar á kostnaði við að halda úti embættismannakerfi, sem að hluta sinnir ekki störfum sínum á forsvaranlegan hátt og þarf ekki að bera ábyrgð á verkum sínum. Almenningur myndi hrópa húrra fyrir stjórnmálamönnum sem sýndu áræði og samstöðu sín í milli um að bæta úr þessu ástandi.

Ég leyfi mér því að skora á forystumenn í stjórnmálum að taka nú höndum saman um umbætur með lagasetningu á þessu málasviði. Þær myndu snerta hagsmuni þeirra allra. Þeir gætu því sett til hliðar hanaslaginn milli flokkanna, þegar þeir tækju höndum saman um að sinna þessu verðuga verkefni.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna