fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 14:05

Frá Secret Solstice

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í morgun lagði Flokkur fólksins fram bókun þar sem óskað er eftir því að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að tónlistarhátíðin Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum í sumar fari úr böndunum. Gagnrýnt er að áhyggjufullir foreldrar í hverfinu hafi ekki fengið áheyrn hjá borgarstjóra vegna málsins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins er Kolbrún Baldursdóttir. Bókunin er svohljóðandi:

„Nú stendur til að halda aftur Secret Solstice í skugga himinnhárra óuppgerðra skulda frá hátíðinni í fyrra. Einnig hafa borist fjölmargar umsagnir frá foreldrum og íbúum sem eru uggandi um börn sín. Fullyrt er að ekki sé hlustað á áhyggjur þeirra og að ekki hafi fengist viðtal við borgarstjóra vegna málsins. Gagnrýnt hefur verið að halda hátíð af þessari stærðargráðu þar sem íbúðarhverfi eru allt um kring ekki síst vegna þess að mikill misbrestur hefur auk þess verið á eftirliti. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að stórfelld brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi Flokks fólksins bókaði um málið á þessum nótum í nóvember sl. þegar ljóst var að eigendur hátíðarinnar stóðu ekki í skilum. Engu að síður hófst undirbúningur hátíðarinnar fyrir 2019. Borgarfulltrúi vill styðja það sem fram kemur í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að þessi hátíð eigi ekki heima í Laugardalnum. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir vegna barna sinna enda eiga hagsmunir barna ávallt að vera í fyrirrúmi.“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

  Sjá einnig:

Vilja að hætt verði við Secret Solstice

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum