fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir um eineltið: „Málið var þaggað niður“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 09:43

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Félagsbústaða lýstu í laugardagsblaði Morgunblaðsins vanlíðan sinni í kjölfar framkomu yfirmanns þeirra, Auðuns Freys Ingvarssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Félagsbústaða. Einn þeirra leitaði geðlæknis vegna framkomu Auðuns í sinn garð, og mat geðlæknirinn framkomu Auðuns sem einelti.

Starfsmönnunum þremur var öllum sagt upp, en sjálfur hætti Auðun síðastliðið haust í kjölfar þess að Félagsbústaðir, sem eru fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, fóru 330 milljónir fram úr áætlun við endurbætur á 53 íbúðum við Írabakka.

Sjá nánar: Félagsbústaðir fóru 330 milljónir framúr áætlunum við endurbætur – Framkvæmdastjórinn sagði af sér

Kallað eftir úttekt

Sjálfstæðismenn hafa nú kallað eftir úttekt á hinu meinta einelti innan Félagsbústaða:

„Við þurfum að fá málið á borð borgarinnar. Annaðhvort þarf stjórn Félagsbústaða að axla ábyrgð með því að kanna þessi mál til hlítar eða að borgin sem eigandi geri það,“

segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við Morgunblaðið í dag.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins tekur í svipaðan streng:

„Þessir einstaklingar eiga að senda formlega kvörtun og í kjölfarið á að rannsaka málið. Þetta er fyrirtæki í eigu borgarinnar.“

Þöggun

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segir við Morgunblaðið að vitað hafi verið um eineltið innan borgarinnar:

„Málið var þaggað niður. Sagt var að ekkert einelti væri í gangi hjá fyrirtækinu. Þetta væru aðeins dylgjur hjá starfsmönnum og um að ræða árásir gegn félaginu.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið og baðst undan viðtali við Morgunblaðið, og þær Sanna Magdalena, fulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn, sögðust ekki vilja tjá sig að svo stöddu meðan ekki lægju fyrir meiri upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi