fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Eyjan

Þór fagnar nýrri gráðu – „Nú er bara að fá sér jakka með vínarbrauði á öxlunum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, er nú kominn með nýja gráðu í hús, en hann lauk pungaprófinu í apríl. Þór er vanur sjómennskunni, en hann var í tíu til sjós áður en hann varð þingmaður árið 2009, en þá settist hann á þing eitt kjörtímabil fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna.

Þór, sem varð þjóðþekktur í búsáhaldabyltingunni, starfaði einnig sem hagfræðingur í New York, hjá Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins, vann hjá Sameinuðu þjóðunum og kenndi í framhaldsskóla. Eftir að þingmennskunni lauk, stóð Þór á tímamótum, atvinnulaus, og sagði í viðtölum að það væri ekki auðvelt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu.

Hann gekk til liðs við Pírata árið 2016 og gaf kost á sér í prófkjöri, en fékk ekki brautargengi. Yfirgaf hann flokkinn síðan árið 2018 þar sem hann taldi gengið framhjá sér við skipun fulltrúa í bankaráð Seðlabanka Íslands.

En nú eru Þóri allir vegir færir á láði og fagnar hann á Facebook með orðunum: „Þá er Pungaprófið komið. Skipper Þór, það er nú eitthvað. Nú er bara að fá sér viðeigandi kaskeiti og jakka með vínarbrauði á öxlunum.“

Skipper Þór Prófskírteinið góða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar

Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar Bárðar hirtir þingmenn og minnir þá á hlutverk sitt – „Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni“

Einar Bárðar hirtir þingmenn og minnir þá á hlutverk sitt – „Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni“