fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

Þór fagnar nýrri gráðu – „Nú er bara að fá sér jakka með vínarbrauði á öxlunum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, er nú kominn með nýja gráðu í hús, en hann lauk pungaprófinu í apríl. Þór er vanur sjómennskunni, en hann var í tíu til sjós áður en hann varð þingmaður árið 2009, en þá settist hann á þing eitt kjörtímabil fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna.

Þór, sem varð þjóðþekktur í búsáhaldabyltingunni, starfaði einnig sem hagfræðingur í New York, hjá Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins, vann hjá Sameinuðu þjóðunum og kenndi í framhaldsskóla. Eftir að þingmennskunni lauk, stóð Þór á tímamótum, atvinnulaus, og sagði í viðtölum að það væri ekki auðvelt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu.

Hann gekk til liðs við Pírata árið 2016 og gaf kost á sér í prófkjöri, en fékk ekki brautargengi. Yfirgaf hann flokkinn síðan árið 2018 þar sem hann taldi gengið framhjá sér við skipun fulltrúa í bankaráð Seðlabanka Íslands.

En nú eru Þóri allir vegir færir á láði og fagnar hann á Facebook með orðunum: „Þá er Pungaprófið komið. Skipper Þór, það er nú eitthvað. Nú er bara að fá sér viðeigandi kaskeiti og jakka með vínarbrauði á öxlunum.“

Skipper Þór Prófskírteinið góða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu