fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Smári stóð við hliðina á Þorsteini og sakar hann um blekkingar: „Þetta veit hann að er algjörlega út í hött“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2019 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsir því á Facebook hvernig Þorsteinn Sæmundsson svaraði spurningum RÚV í dag varðandi þriðja orkupakkann, sem lagður var fyrir þingið í dag.

Segir Smári að Þorsteinn hafi vísvitandi spilað inn á „vanþekkingu fólks“ á ferlum Alþingis:

„Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvern veginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum.“

„Meikar ekki sense“

Smári, sem er fylgjandi innleiðingunni, nefnir síðan muninn á því að taka upp samninginn í formi frumvarps eða þingsályktunartillögu:

„Samþykki Alþingis fyrir því að taka upp gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.

Þá er þriðji orkupakkinn ekki bara ein þingsályktunartillaga, heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt. Þetta eru því hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. Þetta veit Þorsteinn.

Þriðji orkupakkinn er fínn. Það er ljóta leyndarmálið. Hann er barasta allt í lagi. Hann snýst um neytendavernd. Hann snýst um eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!