fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Könnun MMR: Meirihluti landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2019 10:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingur landsmanna (55%) sagðist andvígur því að innflutningur á fersku kjöti frá löndum af Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) verði heimilaður en 27% kváðust fylgjandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-14. mars 2019. Alls kváðust 38% aðspurðra mjög andvíg því að slíkur innflutningur verði heimilaður, 18% kváðust frekar andvíg, 17% hvorki fylgjandi né andvíg, 15% frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi.

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%) reyndust líklegust til að segjast fylgjandi því að innflutningur á fersku kjöti af EES svæðinu verði heimilaður. Stuðningsfólk Framsóknar (82%), Miðflokks (80%) og Vinstri-grænna (78%) reyndust hins vegar líklegust til að segjast andvíg því að innflutningur verði heimilaður.

Munur eftir lýðfræðihópum

Karlar (37%) reyndust líklegri en konur (17%) til að segjast fylgjandi því að innflutningur á fersku kjöti frá löndum af Evrópska Efnahagssvæðinu verði heimilaður en 63% kvenna kváðust andvígar slíkum innflutningi, samanborið við 48% karla. Andstaða gegn innflutningi jókst með auknum aldri en 70% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri kváðust frekar eða mjög andvígir því að innflutningur verði heimilaður, samanborið við 52% þeirra 18-29 ára og 49% þeirra 30-49 ára. Stuðningur við innflutning reyndist mestur á meðal svarenda á aldrinum 30-49 ára (34%) en minnstur hjá þeim 18-29 ára (20%).

Þá reyndust svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að segjast andvígir innflutningi á fersku kjöti (69%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (47%) en yfir helmingur landsbyggðarbúa kvaðst mjög andvígur (55%). Svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust hins vegar líklegri til að segjast fylgjandi því að innflutningur verði heimilaður (33%) heldur en þeir af landsbyggðinni (17%).

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1025 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11. til 14. mars 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur