fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Agnes segir orð Ólafs ósmekkleg og skólar hann til í kærleika: „Við hjálpum hælisleitendum vegna þess að við erum kristin“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2019 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá þá furðaði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sig á því að sést hefði til „æðstu manna þjóðkirkjunnar“ á mótmælunum á Austurvelli þegar hælisleitendur mótmæltu aðbúnaði sínum og almennri tilurð landamæra.

Ólafur hafði í pontu Alþingis  agnúast út í að Dómkirkjan hefði verið opnuð fyrir hælisleitendum sem þurftu að sinna kalli náttúrunnar  og spurði dómsmálaráðherra með hneykslunartón hvort hún deildi áhyggjum sínum yfir því að æðstu menn þjóðkirkjunnar hefðu breytt dómkirkju landsins í „almenningsnáðhús“.  Uppskar Ólafur vandlætingarhróp og köll af þessu tilefni frá þingmönnum.

Sjá einnig: Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Sjá einnig: Ólafur Ísleifsson gagnrýnir hælisleitendurna harðlega:„Senda þetta fólk úr landi med det samme“

Elska skaltu náungann

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands  er í viðtali við Mannlíf þar sem hún svarar Ólafi og segist líta á hælisleitendur sem fólk:

„Ég lít þannig á náungann að ég elska náungann. Ég elska Guð, náungann og sjálfa mig í þessari röð. Náungi minn eru allar manneskjur og sérstaklega þær manneskjur sem þarfnast hjálpar. Þjóðkirkjan hefur, eins og aðrar kirkjur á Vesturlöndum, látið til sín taka varðandi þessi málefni hælisleitenda vegna þess að við lítum ekki á hælisleitendur sem hælisleitendur, við lítum á þá sem fólk. Hælisleitendur eru bara fólk eins og við en flestir þeirra hafa upplifað miklu erfiðari lífsreynslu en við flest hér á Íslandi vegna þess að þau hafa þurft að flýja sitt land, flýja frá ófriði. Þau eru að sækjast eftir friði og þau eru að sækjast eftir mannréttindum. Þetta vil ég styðja.“

Ósmekklegt hjá Ólafi

Agnes segir notkun guðshússins hafa verið í anda frelsarans og telur ummæli Ólafs vera ósmekkleg, þó hún virði rétt hans til tjáningarfrelsis:

„Ég fór niður á Austurvöll því það er ekki nóg að tala, það verður líka að fylgja því eftir sem maður er að segja. Maður verður að lifa í samræmi við boðun sína./

Það að opna Dómkirkjuna fyrir öllu fólki, líka fyrir hælisleitendum, er bara í anda frelsarans./

Það er nú þannig að engin manneskja getur stjórnað annarri og maður á nú nóg með að stjórna sjálfum sér þannig að ég ræð svo sem ekki viðbrögðum fólks eða hugsunum og því síður skoðunum. Við búum í frjálsu landi, sem betur fer, og það er öllum frjálst að hafa sína skoðun svo framarlega sem hún meiðir ekki annað fólk. Menn hafa sínar skoðanir og ef það má láta allar skoðanir í ljós á þingi þá hljóta þingmenn að hafa leyfi til þess. En mér finnst þetta frekar ósmekklegt. Það er hægt að nálgast öll mál á mismunandi máta, maður getur verið jákvæður og neikvæður og alls konar en mér fannst þessi umræða frekar í neikvæðari kantinum. Við opnum kirkjurnar fyrir fólkinu okkar og við hjálpum hælisleitendum vegna þess að við erum kristin, ekki vegna þess að þau eru kristin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?