fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Unnar Þór brennur fyrir stjórnmálin – „Ég ákvað strax í upphafi að fela ekki fortíð mína – í pólitík, verður hún skotspónn“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2019 20:30

Unnar og öndin: Unnar pantaði nokkur þúsund endur sem urðu tákn Pírata og dreifði á vegum Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Þór Sæmundsson er 28 ára gamall og fyrir nokkrum árum var honum ekki hugað líf eftir langvarandi neyslu fíkniefna. Afbrot, ofbeldi, neysla og sjálfsvígstilraunir voru daglegt líf Unnars Þórs, en fyrir þremur árum ákvað hann loksins að takast á við sjálfan sig. Hann fagnar bættu og betra lífi í dag, edrúmennsku og bættum samskiptum við sína nánustu og vill breyta meðferðar- og geðheilbrigðismálum til betri vegar svo enginn þurfi að feta sömu braut og hann gerði í áratug.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Brennur fyrir stjórnmál og bætt samfélag

Unnar Þór er í dag í sjálfboðastarfi sem gjaldkeri Pírata og prókúruhafi, og hefur setið tvisvar í stjórn Pírata í Reykjavík. „Þeir gáfu mér tækifæri til að sýna hvað í mér býr, treystu mér fyrir trúnaðarstöðu og veittu mér ábyrgð að bera. Þetta er samfélagshlutinn sem gaf mér nýtt líf, þetta er svo gefandi og mér þykir vænt um flokkinn minn og fólkið í honum.“

Hann brennur fyrir stjórnmálin og segist eiga sér það markmið að komast einn daginn á þing. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum, en var löngu búinn að ákveða að þau væru eitthvað sem ég væri búinn að skemma fyrir mér,“ segir Unnar, sem barðist ötullega fyrir því árið 2016 að lítill drengur færi ekki í fóstur til vandalausra. Málinu lauk með því að drengurinn flutti til föður síns í Danmörku, sem fékk fullt forræði yfir syni sínum. „Þarna sá ég að ég gat haft áhrif, ég bjargaði litlu barni.

Ég ákvað strax í upphafi að fela ekki fortíð mína, bæði af því að hún er hluti af mér og eðlilega, í pólitík, verður hún skotspónn. Ég hef eitthvað fram að færa og ég ætla ekki að hlusta á fýlupokana sem vilja bara skemma fyrir mér með fortíð minni. Ég ætla að nota hana, frekar en láta hana og alla eymdina úr henni verða til einskis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“