fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Seðlabankastjóri bjartsýnn á vaxtalækkanir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 09:00

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, virðist bjartsýnn á vaxtalækkanir Seðlabankans samkvæmt grein hans í Morgunblaðinu í dag. Ekki verður tilkynnt um vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrr en 22. maí, en ljóst er á orðum Más, að bankinn muni að öllum líkindum verða við kröfu lífskjarasamninganna, um vaxtalækkanir:

„Áföll og minni spenna í þjóðarbú­skapn­um skapa að öðru óbreyttu til­efni til lægri raun­vaxta Seðlabank­ans og lækk­un verðbólgu­vænt­inga í fram­haldi af kjara­samn­ing­um auka svig­rúm til að sú lækk­un eigi sér stað með lækk­un nafn­vaxta. Aðilar kjara­samn­ing­anna hafa vænt­ing­ar um að þeir skapi for­send­ur fyr­ir lækk­un vaxta. Eins og ég sagði í viðtöl­um fyrr í þess­um mánuði eru tölu­verðar lík­ur á að þess­ar vænt­ing­ar muni ganga eft­ir á næst­unni.“

Már segir lítinn vafa um að verðbólguvæntingar til lengri tíma hafi lækkað og séu komnar mun nær markmiði bankans:

„Þannig var tíu ára verðbólgu­álag um 3,8% í byrj­un mars en það lækkaði í um 3% dag­ana á eft­ir að kjara­samn­ing­ar náðust og hafa í stór­um drátt­um hald­ist þar síðan. Það hef­ur hjálpað til í þessu sam­bandi að gengi krón­unn­ar hef­ur ekki gefið eft­ir í fram­haldi af los­un af­l­andskróna og falli Wow í mars. Þar eiga inn­grip Seðlabank­ans lít­inn hlut að máli. Meira máli skipt­ir að af­l­andskrón­ur hafa farið hægt út og lækk­un sér­stakr­ar bindiskyldu á fjár­magnsinn­streymi í núll hef­ur unnið á móti. Þá hækkaði gengið í fram­haldi af kjara­samn­ing­um og er nú svipað og þegar af­l­andskrón­ur voru losaðar.“

Már sendir verkalýðsforkólfum þó eilitla pillu í lokin, varðandi þá forsendu lífskjarasamninga að vextir lækki, en Már vill greinilega eiga síðasta orðið hvað það varðar:

„Ákvæði í kjara­samn­ing­um um að þeir geti losnað ef vext­ir eru yfir ákveðnum mörk­um haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitt­hvað flækt fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frek­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu