fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Björn Bjarna um „bitran“ Helga: „Glöggskyggnin er ekki sú sama þegar að stjórnmálunum kemur“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Lífið í lit- Helgi Magnússon lítur um öxl, skráð af Birni Jóni Bragasyni sagnfræðingi og lögfræðingi, er til umfjöllunar í nýjasta hefti Þjóðmála, hvar Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar bókagagnrýni.

Í gagnrýni sinni segir Björn að útlit bókarinnar „stingi í stúf“ við innihaldið, sem Björn segir einkennast af biturleika Helga út í samferðamenn sína sem honum hafi ekki fallið við:

„Hann dregur fólk dálítið í dilka eftir því hvort honum fellur vel við það eða ekki og gefur persónulegar einkunnir. Ágerist þetta eftir því sem nær dregur í tíma og ber stundum vott um biturleika sem veikir trúverðugleika frásagnarinnar.“

Einnig segir Björn að sökum dilkadráttar Helga, skorti bókina heildarmynd:

„Vegna þess hve textinn snýst mikið um afstöðu Helga til einstakra samferðamanna og þörf hans til að draga þá í dilka skortir bókina heildarmynd. Hún skiptist í 16 kafla sem hverjum um sig er síðan skipt í marga undirkafla þar sem lesmál er stundum lítið en frásögnin reist á ljósmyndum, þær eru tæplega 500 segir á bókarkápunni.“

Engin innistæða

Björn segir frásögn Helga af „sviptingum“ í viðskiptalífinu vera einhliða, og hann vilji ekki láta neinn eiga neitt inni hjá sér:

„Fyrir þá sem hafa áhuga á sviptingum í fjármálum og fyrirtækjarekstri gefur frásögn Helga hans hlið á því sem gerðist þegar til ágreinings kom milli hans og annarra. Þeir sem ekki voru í liði með Helga telja vafalaust á hlut sinn gengið í frásögninni. Bókin ber með sér að Helgi vill ekki láta neinn eiga neitt inni hjá sér í opinberum umræðum frekar en í fjármálum.“

Skorti glöggskyggni í stjórnmálum

Helgi, sem starfaði lengi sem endurskoðandi, starfaði einnig á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Hann kom síðar að stofnun Viðreisnar, flokki sem hefur verið þyrnir í augum Sjálfstæðismanna, þar sem hann aðhyllist Evrópusambandið meira en góðu hófi gegnir, að þeirra mati.

Björn kemur inn á þetta í umfjöllun sinni:

„Upphaf Viðreisnar má rekja til áhuga flokksmanna á að Íslendingar gangi í Evrópu- sambandið eða fái að minnsta kosti að greiða atkvæði um aðildarsamning að sambandinu. Er Helgi sannfærður um að unnt sé að semja við ESB með fyrirvörum eða undantekningum af því að Danir fengu slíkan samning fyrir tæpum 40 árum. Til að þetta gangi eftir þarf Evrópusambandið að taka á sig allt aðra mynd en nú er og birtist til dæmis í viðræðum fulltrúa þess og Breta um Brexit.“

Helgi leggur hvað eftir annað áherslu á að gagnvart ESB hafi skapast fordæmi sem sýni að fært sé að taka upp evru einhliða, það er án þess að ganga í sambandið. Að ESB-aðildarsinni skuli boða þetta er nýnæmi. Þegar vakin var athygli á þessari leið af Sjálfstæðisflokknum fyrir þingkosningarnar í apríl 2009 blandaði sendiherra ESB á Íslandi sér í kosningabaráttuna og sagði að þetta yrði aldrei liðið.“

Þá skýtur björn föstum skotum á Helga fyrir stjórnmálaskoðanir sínar í bókadómnum:

„Farsæld Helga Magnússonar í heimi fjármálanna blasir við lesandanum þegar frásögn hans sjálfs er lesin. Glöggskyggnin er ekki sú sama þegar að stjórnmálunum kemur.“

Sjá einnig: Helgi Magnússon leysir frá skjóðunni

Sjá einnig: Helgi segir frá fréttafölsun Halls á RÚV:Var með bunka af vélritunarpappír

Sjá einnig: Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga:Stendur uppi sem samningaglópur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”