fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 13:01

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vonbiðill um embætti dómsmálaráðherra, hefur áður greint frá því að hann hafi gert upp hug sinn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans, sem hann er fylgjandi, þvert á afstöðu meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, miðað við kannanir.

Í dag greinir hann frá því að skoðun sín sé ekki endilega mjög vinsæl hjá grasrót flokksins, en honum sé nokk sama, þar sem allir eigi að vita að hann láti ekki aðra hafa áhrif á sínar skoðanir. Hann byrjar þó á því að agnúast út í orðið „grasrót“, þar sem það komi úr orðræðu vinstri manna:

„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi, öfugt við flesta aðra, að flokksstarf er öflugt þar sem margir koma að og hafa áhrif á stefnu flokksins. Fyrir utan Landsfund eru málefnafundir tíðir, bæði í Valhöll og hjá einstökum flokksfélögum, þar sem málin eru rædd og mismunandi skoðanir reifaðar. Þarna starfa og mæta traustir flokksmenn, sem sumir vilja kalla grasrót. Mér finnst það leiðinlegt orð enda upprunnið frá vinstri róttæklingum sem hvergi tolla nema allt sé eftir þeirra höfði.“

Ekki þannig maður

Brynjar segist í góðri tengingu við grasrót Sjálfstæðisflokksins, en segir hreint út að hún ráði ekki skoðunum hans:

„Mér þykir afskaplega vænt um „grasrótina“ og er í miklum samskiptum við hana og hlusta. Ég er hins vegar ekki þannig maður að afstaða mín fari eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, hvorki hjá „grasrót“ flokksins eða annars staðar. Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir.“

Brynjar segist vera að gæta hagsmuna Íslands með því að innleiða þriðja orkupakkann:

„Nokkuð stór hópur „grasrótarinnar“ er heitt í hamsi vegna innleiðingar 3ja orkupakkans. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni og mér gengur ekkert annað til en að gæta hagsmuna okkar, annars vegar þeirra sem felast í EES samstarfinu og hins vegar að tryggja um leið yfirráð okkar yfir orkuauðlindinni, hvernig eignarhaldi okkar er háttað og hvort við tökum þátt í innri markaði með sölu á orku til Evrópu í gegnum sæstreng. Því er mér óskiljanlegt hvernig hagsmunum okkar er betur borgið með því að hafna 3ja orkupakkanum.“

Í orði en ekki á borði

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið leiðandi í baráttunni gegn innleiðingunni og hefur ýjað að því að Sjálfstæðisflokkurinn gæti klofnað verði málið samþykkt. Slík sé andstaðan innan grasrótarinnar að þingmönnum flokksins gæti verið refsað í prófkjörum og stofnun sérstaks sjálfstæðisfélags um fullveldi Íslands gæti vel orðið raunin.

Orð Brynjars eru síst til þess fallin að draga úr þeirri spá Styrmis, sem einnig hefur sett málið í samhengi við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópusambandið, en allir stjórnarflokkarnir eru á móti inngöngu inn í ESB. Hinsvegar hefur hún ekki dregið aðildarumsókn Íslands formlega til baka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni