fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Svona gæti nýtt hverfi í Skerjafirði litið út – Úthlutunaráætlun samþykkt

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úthlutunaráætlun fyrir norðurhluta skipulagssvæðisins í Skerjafirði var samþykkt á fundi borgarráðs í morgun. Svæðið sem um ræðir liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs og af öryggissvæði flugbrauta til norðurs og austurs. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar.

Í rammaskipulagi svæðisins var lögð áhersla á vistvæna byggð sem tekur tillit til náttúru og nærliggjandi byggðar. Rammaskipulagið sem var unnið af ASK arkitektum, EFLU og Landslagi fékk á dögunum verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands.

Í áliti dómnefndar segir m.a.:

„Rammaskipulag Skerjafjarðar markar að nokkru leyti tímamót í gerð rammaskipulags hér á landi og eru skipulagshöfundar framsæknir í viðleitni sinni til að leggja áherslu á góða umgjörð fyrir fjölbreytilega flóru íbúa og lifandi samfélag.“

Á reitum 1-15 er gert ráð fyrir um 750 íbúðum, eða frá 16-88 íbúðum á reit. Íbúðagerðir eru fjölbreyttar; allt frá raðhúsum í nokkuð stór fjölbýlishús. Á þessum hluta er gert ráð fyrir einu bílageymsluhúsi í miðju hverfisins, þar sem einnig er gert ráð fyrir staðsetningu matvöruverslunar á jarðhæð ásamt annarri smásöluverslun og torgi.

Gert ráð fyrir 300 íbúðum á svæðinu

Á reitum 1-3 verða seldar minni lóðir með útboðsfyrirkomulagi á sama hátt og í Úlfarsárdal. Þarna gefst smærri aðilum færi á að fá áhugaverðar byggingarlóðir.

Reitur 4 verður seldur í heilu lagi. Það verkefni hentar stærri verktakafyrirtækjum sem hafa kallað eftir slíkum lóðum í sölu.

Reitur 5 fer undir verkefnið „Hagkvæmt húsnæði“ sem snýr að uppbyggingu á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendum.

Reitur 6 var í rammaskipulagi tekinn undir skólahúsnæði en nú er skoðað að hafa skólann nær sjónum og yrði reitur 6 þá einnig settur á sölu til stærri uppbyggingaraðila eins og reitur 4.

Reitur 7 fer til Félagsstofnunar Stúdenta. FS hefur vilyrði fyrir 160 íbúðum og hefur lýst yfir áhuga á að byggja litlar 3ja herbergja íbúðir 70-80 m² brúttó.

Reitur 8 er bílastæðahús hverfisins þar sem gert er ráð fyrir matvöruverslun og/eða veitingahúsi á jarðhæð.

Reitur 9 fer til Bjargs íbúðafélags sem hefur fengið vilyrði fyrir 100 íbúðum í nýjum Skerjafirði.

Reitur 10 verður seldur til stærri þróunaraðila á sama hátt og reitur 4 og 6.

Gert er ráð fyrir að deiliskipulagsvinna verði á hendi borgarinnar, unnin af ASK arkitektum, með aðkomu þróunaraðilanna. Með því verður tryggt að skipulagsvinna geti unnist hratt og örugglega, ásamt því að tryggt er að götur, torg og græn svæði fá skilmerkilega umfjöllun í deiliskipulagi.

Greiningar og úttektir

Frá samþykki rammaskipulagsins hefur margskonar rýni- og rannsóknarvinna farið fram. Tilgangur rýnivinnunnar er annars vegar að draga fram í dagsljósið óvissuþætti sem myndu annars koma í ljós þegar framkvæmdir hefjast og hins vegar að tryggja að bestu mögulegu gögn séu til staðar fyrir þróunaraðila sem munu taka þátt í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið með Reykjavíkurborg.

Efla verkfræðistofa heldur utan um tæknilega ráðgjöf verkefnisins ásamt því að yfirfara útfærslu samgöngukerfa (gangandi, hjólandi, akandi), staðsetningu og fjölda bílastæða, aðgengi að bílastæðahúsum o.fl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar