fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Þorsteinn dáist að blekkingum Guðlaugs og ljóstrar upp af hverju Davíð og co eru á móti orkupakkanum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 14:47

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og einn af stofnendum Viðreisnar, dáist að blekkingum utanríkisráðherra varðandi þriðja orkupakkann, í pistli sínum á Hringbraut, hvar hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa kolfallið fyrir töfrabrögðum Guðlaugs Þórs.

Þorsteinn segir að blekkingar geti stundum talist réttlætanlegar og jafnvel lofsverðar:

„Almennt er rangt og ámælisvert að beita blekkingum. Í sumum tilvikum er það refsivert. En samt er það svo að blekkingar geta verið réttlætanlegar og jafnvel lofsverðar. Töframenn draga til að mynda kanínur upp úr pípuhöttum sínum öðrum til gleði og ánægju. En því er á þetta minnst að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þurfti að grípa til kúnstar af þessu tagi til þess að geta lagt þriðja orkupakkann fyrir Alþingi. Og satt best að segja á hann fullt lof skilið fyrir vikið.“

Skoðun+Rök=Fyrirvarar

Segir hann ennfremur að rök Björns Bjarnasonar, formanni nefndar um ávinning Íslands að innri markaði ESB, varðandi þriðja orkupakkann hafi á kúnstugan hátt verið breytt í „fyrirvara“ af Guðlaugi Þór, til þess að sannfæra sinn eigin þingflokk um ágæti orkupakkans, sem áður var honum mótfallinn að mestu:

„Með öðrum orðum: Utanríkisráðherrann tók kanínu upp úr pípuhatti sínum og þingmennirnir trúðu einfaldlega eigin augum. Það er yfirleitt óheiðarlegt að beita blekkingum í pólitík en í þessu tilviki var það gert með einkar saklausum en um leið aðdáunarverðum og áhrifaríkum hætti. Og það voru ríkir almannahagsmunir í húfi.“

Framsýni Morgunblaðsins

Þorsteinn segir hinsvegar að Morgunblaðið hafi ekki látið segjast og nefnir að sjálfur Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG, hafi lagst á sveif með Davíð Oddssyni, þar sem andstæðingar Evrópusambandsins geti ekki annað en mótmælt þriðja orkupakkanum, af prinsipp ástæðum:

„Þessi afstaða Morgunblaðsins stafar ekki af andstöðu við ríkisstjórnina. Hún skýrist af hinu, að þar eru menn sem sjá fleiri leiki á taflborði stjórnmálanna en bara þann næsta,“

segir Þorsteinn og bætir við:

„Kjarni málsins er sá að staðhæfingarnar um að þriðji orkupakkinn feli í sér afsal fullveldisins eru reistar á sama sandi og staðhæfingarnar um að full aðild Íslands að Evrópusambandinu þýði endalok fullveldisins. Viðurkenni menn að staðhæfingarnar eigi ekki við varðandi þriðja orkupakkann flæðir líka undan þeim  þegar kemur að umræðu um fulla aðild. Þetta sjá ritstjórar Morgunblaðsins. Það er ódýrt að fórna peði til að ná þriðja orkupakkanum fram. En sú fórn getur orðið dýrkeypt þegar skákin teflist lengra. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru einu sinni búnir að komast að þeirri niðurstöðu að lauflétt sé að komast framhjá álitamálum með fullveldið með því einu að gera fyrirvara gagnvart sjálfum sér verða einfaldlega færri kostir um varnir þegar kemur að þeirri stundu  að aðildarviðræðurnar fara aftur á dagskrá. Það gæti þess vegna gerst innan þriggja ára. Þessi hlið málsins er líka jákvæð,“

segir Þorsteinn, en Viðreisn, ólíkt Sjálfstæðisflokknum, er hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK