fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Miðflokkurinn fær stuðning úr óvæntri átt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 09:17

Gunnlaugur Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru þeir flokkar á Alþingi sem eru andvígir innleiðingu þriðja orkupakkans. Nú hefur Miðflokkurinn fengið stuðning úr óvæntri átt, því stjórn Frelsisflokksins hefur lýst yfir fullum stuðningi við „vasklega“ framgöngu Miðflokksins í baráttunni:

„Stjórn Frelsisflokksins lýsir yfir fullum stuðningi við vasklega framgöngu Miðflokksins og þingmanna hans í baráttunni gegn innleiðingu 3ja Orkupakka Evrópusambandsins hér á landi. Frelsisflokkurinn hefur því miður ekki ennþá beina aðkomu að hinu háa Alþingi og vantreystir flestum þingmönnum í þessu máli og krefst þess vegna beins lýðræðis og að Orkupakkinn verði sendur í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Frelsisflokkurinn, sem er lýst af formanninum Gunnlaugi Ingvarssyni bifreiðarstjóra, sem þjóðlegu, borgaralegu stjórnmálaafli, fékk alls 142 atkvæði í síðustu sveitastjórnarkosningum, en hann bauð einungis fram í Reykjavík. Aðeins Íslenska þjóðfylkingin fékk færri atkvæði, eða 125.

Stefna flokksins er til dæmis að höfuðborgin verði ekki „hælisgreni“ og vill hann sporna gegn íslamsvæðingu og að borgin segi upp samningi sínum við Útlendingastofnun.

Einnig, að Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verði lagt niður, sem og Fjölmenningarráð og Mannréttindaráð.

Í pistli formanns á heimasíðu flokksins segir einnig:

„Það þarf kjark til að bjóða sig fram fyrir Frelsisflokkinn og það þarf líka kjark til að kjósa flokkinn. Við skorum á fólk að kjósa okkur. Þegar í kjörklefann er komið þarf enginn að vita hvað þú kýst og þú þarft heldur ekki að segja frá því. En fyrir tjáningarfrelsið og gegn skoðanakúgun þá er lýðræðinu nauðsynlegt að kröftug rödd okkar fái að heyrast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist