Kári Stefánsson, forstjóri ‚Íslenskrar erfðagreiningar, segist í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að ríkið þurfi að taka af skarið og skipta sér af kjaradeilunni, sem sé í algerum hnút. Hann segir slík afskipti jafnan óæskileg, en nú kalli ástandið eftir því:
„Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt.“
Kári telur að nú sé „tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila.“ Leggur hann fram sjö tillögur sem hann telur að geri gæfumuninn, en það eru ókeypis leikskólar, gjaldfrítt heilbrigðiskerfi, stuðningur við grunnskólana, hófstillt orkuverð, hófstilltari launastefna ríkisforstjóra, hækkun fjármagnstekjuskatts og ríkisafskipti af leigumarkaðinum:
„Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína.“
Tillögur Kára eru eftirfarandi: