fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Fannst miður að þurfa að sitja fund með Klaustursþingmanni: „Staða sem er ekki bjóðandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenréttindafélag Íslands og Femínistafélag Háskóla Íslands segja það miður að þurfa að sitja fundi með aðilum sem hafa tekið þátt í hatursorðræðu líkt og átti sér stað á Klaustur bar í nóvember síðast liðnum.

Fundur var haldinn í velferðarnefnd Alþingis í dag  þar sem meðal annars þungunarfrumvarpið var á dagskrá. Gestir fundarins voru fulltrúar frá Kvenréttindafélagi Íslands og Femínistafélagi Háskóla Íslands.

Á fundinum var lesin upp yfirlýsing stjórnar Kvenréttindafélagsins þar sem félagið sagði það miður að þurfa að sitja fund með aðilum sem hefðu tekið þátt í hatursorðræmi  með þeim hætti og átti sér stað á Klausturbar í nóvember.

Á fundinum sat Anna Kolbrún Árnadóttir þingkona Miðflokksins, sem var einn af þeim þingmönnum sem tóku þátt í niðrandi orðræðu á Klaustursbar. Orðræðan sem var afar niðrandi beindist meðal annars að kvenkyns kollegum Klaustursmanna sem og fötluðum, svo dæmi séu tekin.

Þetta staðfesti Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, í samtali við blaðamann.

„Okkur þykir miður, stjórn Kvenréttinda félagsins, að við þurfum að sitja fundi með fólki sem hélt fram slíkri hatursorðræðu og fólkið gerði á Klaustri í nóvember.“

„Við ákváðum samt að sitja fundinn, af því við viljum ekki að, út af þessu, sé okkar skoðunum og sýn úthýst. Þetta er samt staða sem er ekki bjóðandi.“

Ekki í fyrsta sinn

Fríða segir þetta ekki vera fyrsta skiptið sem fulltrúar Kvenréttindafélagsins þurfi að sitja fundi með þeim þingmönnum sem voru á Klaustursupptökunum, þetta sé þó í fyrsta sinn sem þau gefi frá sér yfirlýsingu með þessum hætti

„Anna Kolbrún er í nefndinni og mætti á fund. við sendum þessa yfirlýsingu líka frá okkur til nefndarsviðs fyrir fundinn.“ 

Fulltrúar frá Femínistafélagi Háskóla Íslands sátu einnig fundinn og tóku undir yfirlýsinguna. Fríða segir að viðbrögð við yfirlýsingunni hafi verið lítil sem engin.

„Á fundinum sjálfum fengum við engin viðbrögð en eftir fundinn þá fengum við hrós fyrir að koma með þessa yfirlýsingu.“

Engin viðbrögð

Anna Kolbrún sjálf brást í engu við yfirlýsingunni.

„Ekki neitt á fundinum, engar spurningar eða  neitt“

Eins og áður segir sátu gestir fundarins áfram eftir að yfirlýsingin var lesin enda þungunarfrumvarpið til umræðu sem Fríða segir mikilvægt.

„Það er mikilvægt að fá þessi lög í gegn.“

Fríða furðar sig á því hvernig Alþingi vann úr Klausturs-málinu og segir það alveg ólíðandi að þolendur hatursorðræðu þurfi að mæta til vinnu með gerendum sínum.

„Það bara svíður að þurfa að horfa upp á þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð