fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Marta svarar „samsæriskenningum“ Einars Kárasonar: „Ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. mars 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið að sér að svara Einari Kárasyni rithöfundi, fullum hálsi í grein á Vísi í dag. Tilefnið er að Einar, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar, kom félögum sínum í borgarstjórn til varnar á dögunum í grein í Fréttablaðinu, hvar hann fann hægrimönnum og Morgunblaðinu flest til foráttu, sökum meints offors þeirra við að „ráðast“ á stjórnendur Reykjavíkurborgar í ræðu og riti. Notaði Einar fjölmörg skrautleg lýsingarorð til að koma fram skoðun sinni á gagnrýnina á meirihlutann.

Sagði hann miklu hafa verið ýkt og logið í braggamálinu og reyndi að bæta bölið með því að benda á annað verra sem gert hafi verið í tíð Davíðs Oddsonar, sem var á sínum tíma gagnrýndur fyrir kostnað Perlunnar og Ráðhússins í Reykjavík. Það eru einmitt sömu dæmi og Dagur borgarstjóri hefur sjálfur nefnt þegar hann hefur reynt að réttlæta kostnaðinn við braggann.

Einar sagði að um einskonar valdaskortsgremju væri um að ræða:

„Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“

Ekki Einari sæmandi

Marta segir Einar ruglast á gagnrýni og níði:

„Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.

„Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?“

Skáldskapur þingmanns ?

Marta spyr síðan Einar kaldhæðnislega hvort lýsingarorð hans um hægrimenn eigi einnig við um þær stofnanir sem hafi gagnrýnt stjórnarhætti hjá Reykjavíkurborg:

„Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda.“

Bragginn eitt af mörgum dæmum

Marta tekur braggamálið meðal annars fyrir og segir skýringu Einars ekkert afsaka, að benda á hliðstæðar framúrkeyrslur á opinberum framkvæmdum:

„Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri,“

segir Marta og telur braggamálið tvíþætt í eðli sínu:

„Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“