fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gagnrýnir yfirvöld vegna WOW: „Ábyrgðarhlutur að láta félag sem safnar bara umtalsverðum skuldum halda því áfram“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:24

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist í færslu á Facebook efast um að það hafi verið rétt ákvörðun yfirvalda að grípa ekki inn í rekstur WOW, þar sem Samgöngustofa fari með lögbundið eftirlit með rekstrarhæfi flugfélaga.

Spurði hún um málið á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar síðastliðinn þriðjudag þar sem fulltrúar Samgöngustofu og Samgönguráðuneytisins voru einnig viðstaddir:

 „Þá spurði ég út í hvort það megi kalla það virkt eftirlit að láta mál ganga svona lengi, en SGS fer með lögbundið eftirlit með rekstrarhæfi flugfélaga. Til að flugfélag haldi flugrekstrarleyfi þá ber því að hafa rekstrarfé amk 3 mánuði fram í tímann en þegar ég spurði að þessu lá fyrir að tap WOW eru amk 22 milljarðar á síðasta ári. Svarið var, að það væri alvarlegt mál að grípa of snemma inn í þegar staða verður alvarleg.“

Rétt ákvörðun?

„Ég velti fyrir mér núna hvort þetta sé endilega rétt og hvort þetta sé virkt eftirlit. Auðvitað er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en það eru svo margir þættir sem blandast inn í þetta. Áhrif á ferðaþjónustuaðila á Íslandi eru fyrirséð, en þau verða meiri svona skömmu fyrir háannatímann. Það hefði m.ö.o. verið betra fyrir þau að fá skellinn í haust þegar staðan lá fyrir. Hins vegar var rekstur WOW mun meiri þá og höggið í dag því minna en þá en engu að síður er ábyrgðarhlutur að láta félag sem safnar bara umtalsverðum skuldum halda því áfram með flóknari erfiðleikum fyrir fjölda ferðaþjónustuaðila,“

skrifar Helga Vala.

Fátt um svör

Helga segist ekki hafa fengið svör vegna spurninga sinna um skuldir WOW við ISAVIA, sem sé opinbert hlutafélag:

„Því miður var ekki hægt að svara því þar sem fjármálaráðuneytið fer með hlutabréfið í ISAVIA. Þetta þykir mér harla sérstakt svar enda er það auðvitað samgönguráðuneytið sem stjórnskipulega ber ábyrgð á því að opinbert hlutafélag í okkar eigu hefur nú að öllum líkindum tapað 2 milljörðum króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund