Flugfélagið WOW hætti störfum í morgun þegar vélar félagsins voru kyrrsettar. Yfirvöld hafa ekki viljað skerast í leikinn, hvorki með fjármögnun, né með eftirlitshlutverki sínu, en Samgöngustofa fer með lögbundið eftirlit á rekstrarhæfi flugfélaga. Ein forsenda rekstrarleyfis flugfélags er að eiga rekstrarfé til þriggja mánaða fram í tímann, en WOW tapaði 22 milljörðum á síðasta ári og hefur verið í erfiðleikum með að borga lán og skuldir.
Því er spurt: