Morgunblaðið skýrir frá þessu. Ekki hafði þó tekist að fá tilskilin fjölda undirskrifta í gærkvöldi en heimildamaður Morgunblaðsins sagðist telja að það tækist í dag. Strangir verkferlar gilda um söfnun undirskriftanna og því er hún tímafrek.
Um 40 hagsmunaaðilar koma að málinu, þar á meðal erlendir aðilar. Markmiðið er að ef þetta gengur upp verði fjárfestir eða hópur fjárfesta fenginn til að kaupa 51% hlut í félaginu fyrir 5 milljarða. Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air verður þá ekki lengur ráðandi í viðræðunum.
Morgunblaðið hefur eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði að krónan muni veikjast ef WOW air leggur upp laupana. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði að gjaldþrot WOW air myndi hafa svo mikil áhrif á útflutningstekjur að krónan myndi eflaust veikjast töluvert. Hann sagðist ekki telja ólíklegt að gengi evrunnar færi upp í 150 krónur hið minnsta en það er nú 136 til 137 krónur.
Morgunblaðið segir að samkvæmt útreikningum Reykjavík Economis myndi slík veiking krónunnar leiða til 3,3% hækkunar verðbólgu en hún er nú 3%. Ef þessar spár ganga eftir mun verðbólgan því fara yfir 5% en það væri þá í fyrsta sinn síðan sumarið 2012 að það gerist.