fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Spá gengisfalli og verðbólguskoti ef WOW air verður gjaldþrota – Evran í 150 krónur og 5-6% verðbólga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í gærkvöldi og var það þriðji fundur þeirra. Markmið þeirra var að afla nægilegra margar undirskrifta við áætlun um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár í félaginu. Söfnunin gekk vel að sögn skuldabréfaeiganda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Ekki hafði þó tekist að fá tilskilin fjölda undirskrifta í gærkvöldi en heimildamaður Morgunblaðsins sagðist telja að það tækist í dag. Strangir verkferlar gilda um söfnun undirskriftanna og því er hún tímafrek.

Um 40 hagsmunaaðilar koma að málinu, þar á meðal erlendir aðilar. Markmiðið er að ef þetta gengur upp verði fjárfestir eða hópur fjárfesta fenginn til að kaupa 51% hlut í félaginu fyrir 5 milljarða. Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air verður þá ekki lengur ráðandi í viðræðunum.

Morgunblaðið hefur eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði að krónan muni veikjast ef WOW air leggur upp laupana. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði að gjaldþrot WOW air myndi hafa svo mikil áhrif á útflutningstekjur að krónan myndi eflaust veikjast töluvert. Hann sagðist ekki telja ólíklegt að gengi evrunnar færi upp í 150 krónur hið minnsta en það er nú 136 til 137 krónur.

Morgunblaðið segir að samkvæmt útreikningum Reykjavík Economis myndi slík veiking krónunnar leiða til 3,3% hækkunar verðbólgu en hún er nú 3%. Ef þessar spár ganga eftir mun verðbólgan því fara yfir 5% en það væri þá í fyrsta sinn síðan sumarið 2012 að það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“