fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Segja siðanefndarálitinu lekið til RÚV: „Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar RÚV á áliti siðanefndar í Klaustursmálinu í kvöld, þar sem kom fram að nefndin leit svo á að umræðan á Klaustri hafi ekki verið einkasamtal.

Segir Miðflokkurinn fyrirhugaða birtingu Alþingis á álitinu ganga gegn stjórnsýslulögum og nýjar og veigamiklar upplýsingar liggi  fyrir sem sýni að álit siðanefndar sé byggt á röngum forsendum.

Miðflokkurinn gerði í dag athugasemdir við að álitið yrði birt opinberlega án þess að frestur til að skila inn andmælum rynni út, en álitið átti að birtast á vef Alþingis klukkan 19 og birti RÚV frétt um málið klukkan 19.20. Álitið er ekki að finna á vef Alþingis, og er tengillinn í frétt RÚV óvirkur. Í frétt RÚV og mbl.is er sagt að álitið hafi birst klukkan 19.

Er tekið fram í yfirlýsingunni að fallist hafi verið á rök Miðflokksins og því hætt við að birta álitið á vef Alþingis, en samt hafi efni álitsins ratað í hendur RÚV.

„Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný og þurfti ekki frekari vitnanna við. Lög og grundvallarreglur sanngjarnrar málsmeðferðar hafa ítrekað verið brotnar við meðferð málsins,“

segir í tilkynningunni sem birt er hér að neðan í heild sinni:

 

Fyrr í dag gerðu fjórir þingmenn Miðflokksins athugasemd við að til stæði að birta mat svo kallaðrar siðanefndar Alþingis á eigin hlutverki á vef þingsins kl. 19:00 í kvöld. Bent var á að annars vegar væri fráleitt að birta álit áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Slíkt gengur gegn stjórnsýslulögum.

Hins vegar lægju fyrir nýjar og veigamiklar upplýsingar sem sýndu að mat siðanefndarinnar væri byggt á röngum forsendum. Bentu þingmennirnir á að ekki væri hægt að skilja tilkynninguna og tímasetningu tilkynningarinnar öðruvísi en að með því væri ætlunin að festa siðanefndina í farvegi sem hún hefði komið sér í, á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga.

Fallist var á kröfu þingmannanna og ákveðið að hætta við birtingu greinargerðarinnar. Engu að síður birti ruv.is frétt um málið klukkan 19:20. Ljóst má vera að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um innihald bréfsins.

Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný og þurfti ekki frekari vitnanna við. Lög og grundvallarreglur sanngjarnrar málsmeðferðar hafa ítrekað verið brotnar við meðferð málsins. Þegar hafa allir meðlimir forsætisnefndar sagt sig frá málinu eftir að hafa gert sig vanhæfa og tveir af þremur meðlimum siðanefndarinnar vikið.

Af 10 manns sem upphaflega var boðað að myndu leiða málið til lykta stendur aðeins einn eftir. Sá er fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar.

Ljóst má vera að þau fyrirmæli sem forseti Alþingis, sem þegar hafði viðurkennt eigið vanhæfi, gaf ólöglega kjörnum varaforsetum Alþingis um meðferð málsins ráða för án tillits til laga, staðreynda, réttsýni og heiðarlegrar stjórnsýslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK