Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að tap í tengslum við sölu fjögurra nýlegra Airbusþota til Air Canada undir lok árs hafi haft mikil áhrif á afkomu félagsins. Tveir þotuhreyflar sem fylgdu með í sölunni stóðust ekki söluskoðun og rýrði það söluandvirði vélanna mjög að sögn Morgunblaðsins.
Þessi slæma afkoma veldur því að eigið fé félagsins er um þessar mundir neikvætt um rúmlega 13 milljarða króna sem þýðir að eigifjárhlutfall er neikvætt um 83 prósent.
Áætlanir WOW air gera ráð fyrir að eigið fé verði neikvætt um 14 milljarða um mitt ár en það jafngildir 87 prósentum. Blaðið segir að sömu áætlanir sýni að í árslok sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfallið verði neikvætt um 101 prósent.