fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 09:48

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi þeirr­ar stöðu sem skap­ast hef­ur á vinnu­markaði í dag er ágætt að velta fyr­ir sér hvernig kom­ist var á þann stað. Og þá er rétt að velta fyr­ir sér hvort sú áhersla sem lögð hef­ur verið á há­skóla­mennt­un í land­inu í ár­araðir hafi skilað þjóðinni ein­hverj­um lífs­kjara­ávinn­ingi fyr­ir hinn al­menna vinn­andi mann,“

skrifar Örn Gunnlaugsson, atvinnurekandi, í Morgunblaðið í dag og nefnir að samkvæmt æviágripum þingmanna á vef Alþingis megi sjá að flestir þeirra séu „sprenglærðir“, sem hafi þó komið að litlum notum, miðað við ástandið á vinnumarkaði:

„Í ljósi þeirr­ar stöðu sem nú er uppi á vinnu­markaði í land­inu væri synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra svo nokkru nemi. A.m.k. hef­ur ekki einn ein­asti aðili sem nú sit­ur á Alþingi nýtt aðstöðu sína til að koma í veg fyr­ir það sem nú hef­ur sann­gerst. Án þess að hreyfa nokkr­um and­mæl­um létu þjóðkjörn­ir full­trú­ar það ger­ast, all­ir sem einn, að þeir sjálf­ir ásamt stór­um hópi emb­ætt­is­manna og for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana hækkuðu í laun­um um tugi pró­senta og jafn­vel með ára­langi aft­ur­virkni. Hafi ein­hver þeirra sem sitja á Alþingi meðtekið smá­s­nef­il af því sem mennt­un er ætlað að skila með þeim gráðum sem viðkom­andi státa af þá hefðu þeir vænt­an­lega nýtt aðstöðu sína til að koma í veg fyr­ir þá stöðu sem nú er kom­in upp á ís­lensk­um vinnu­markaði. En í stað þess að aðhaf­ast þá kusu all­ir þess­ir aðilar í dómgreind­ar­leysi sínu að hrósa happi í græðgi sinni yfir betri kjör­um sér til handa og skeyta ekk­ert um af­leiðing­arn­ar,“

segir Örn og er ekkert að skafa utan af því.

Spilling ríkisforstjóra

Hann segir ekkert betra hafa tekið við eftir að kjararáð var lagt niður og ýjar að spillingu meðal ríkisforstjóra þegar þeir fengu sínar launahækkanir:

„Rétt er að hafa í huga að oft­ar en ekki eru for­stjór­ar rík­is­fyr­ir­tækja einnig stjórn­ar­menn í öðrum rík­is­fyr­ir­tækj­um og því gild­ir hið fornkveðna: „Ef þú klór­ar mér þá klóra ég þér.“ Í stjórn­um um­ræddra rík­is­fyr­ir­tækja sitja oft á tíðum sver­ustu gráður lands­ins sem að eig­in mati eru svo ómiss­andi að þegar þeirra nýt­ur ekki leng­ur við þá mun sam­fé­lagið stöðvast sam­stund­is á sama hátt og það gerðist (ekki?) þegar fólk af sama sauðahúsi hvarf til æðra til­veru­stigs. En sauðsvart­ur almúg­inn er hins veg­ar svo gráðuskert­ur og illa gef­inn að hann verður aldrei var við þegar sam­fé­lagið stöðvast af þess­um sök­um, eða eins og sagt er: „Hann bara fatt­ar það ekki.“

Kárahnjúkavirkjun upphafið

Örn er á þeirri skoðun að íslensku samfélagi hafi hnignað mjög eftir að ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun kom til og hafi nánast lagt það í rúst. Segir hann verkalýðsfélögin bera mikla ábyrgð:

„Þá hófst í raun að ein­hverju marki inn­flutn­ing­ur á þræl­um frá aust­antjalds­lönd­un­um og al­kunna var að ít­alskt verk­taka­fyr­ir­tæki hér nýtti sér kín­verskt vinnu­afl sem var langt und­ir kjör­um ís­lensks vinnu­markaðar. Í stað þess að bera gæfu til að inn­ræta þræl­un­um ís­lenska vinnu­menn­ingu þá fluttu þeir inn þá at­vinnu­bóta­vinnu­menn­ingu sem þekkt var í Sov­ét fyr­ir fall múrs­ins. Sinnu­leysi verka­lýðsfé­lag­anna var nán­ast al­gjört á ár­un­um fyr­ir hrun enda jókst streymi fé­lags­gjalda í sjóði þeirra veru­lega án þess að hirt væri um rétt­indi þræl­anna sem nokkru nam nema helst til skreyt­inga á tylli­dög­um í fjöl­miðlum.“

Starfsmannaleigur = Þrælahald

Örn segir að í hruninu hafi „þrælahaldið“ minnkað, en margeflst í uppsveiflu undanfarinna ára, í nafni starfsmannaleiga:

„Verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur í skjóli stór­auk­ins fjár­streym­is til sín í formi fé­lags­gjalda sýnt „um­bjóðend­um“ sín­um al­gert tóm­læti sem valdið hef­ur því að lang­flest­ir þeirra sem vinna með hönd­un­um hafa farið á mis við þá verðmæta­sköp­un sem orðið hef­ur sam­fara upp­sveiflu síðustu ára. Nú er svo komið að í ófag­lærð lág­launa­störf fást ein­ung­is þræl­ar frá lönd­um þar sem þeir hinir sömu lifa í eymd og eiga þeir þá val um að hafa það skítt á Íslandi eða deyja drottni sín­um í heima­land­inu. Íslend­ing­ar hafa hins veg­ar átt tals­vert betri lífs­kjör­um að venj­ast og láta ekki bjóða sér það sem hinir inn­fluttu þræl­ar sætta sig við. Þetta er svo helsta ástæða þess að nán­ast lóga­rit­mísk fjölg­un hef­ur orðið á þiggj­end­um ör­orku­bóta og fólki á at­vinnu­leys­is­bót­um. Nú loks­ins þegar eitraða eplið er að hrökkva úr koki verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar þá lýsa þeir sem á und­an­förn­um miss­er­um hafa fengið tug­pró­senta hækk­an­ir á sín of­ur­laun yfir undr­un sinni á að almúg­inn vilji ekki leng­ur þurfa að skamm­ast sín fyr­ir til­veru sína. Inn í verka­lýðsfé­lög ófag­lærðra stétta hef­ur svindlað sér fólk með sver­ar gráður sem þegið hef­ur laun sem eru langt um­fram það sem það hef­ur samið um fyr­ir um­bjóðend­ur sína.“

Þá segir Örn að verkalýðshreyfingin eigi ekkert erindi upp á dekk varðandi kröfur sínar:

„Þó að helstu arki­tekt­arn­ir að þeirri krísu sem nú er á ís­lensk­um vinnu­markaði séu kjörn­ir full­trú­ar á Alþingi þá er bein­lín­is rangt að verka­lýðshreyf­ing­in eigi kröfu á að sækja ein­hverj­ar kjara­bæt­ur til skatt­greiðenda. Samn­ingsaðilar eiga að semja sín á milli og svo kem­ur það í hlut arki­tekts­ins að lag­færa eigið klúður. Ef einn ein­asti aðili sem nú sit­ur á þingi hefði svo mikið sem þriðjung af því áræði og þeirri greind sem Bakka­bræður höfðu mætti hugs­an­lega enn af­stýra stór­slysi.“

Spurði um skattsvik

Örn, sem er eigandi Bindir& Stál, vakti athygli árið 2016 er hann keypti heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu hvar hann spurði hversu miklu þingmenn væru að svíkja undan skatti með því að telja ekki dagpeninga fram með löglegum hætti.

Myndbirti hann tíu þingmenn sem hann sagði hafa ferðast mest, ásamt ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra.

Sjá nánar: Keypti heilsíðu í Morgunblaðinu og spyr um skattsvik þingmanna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar