fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Innflutningur á ófrystu hráu kjöti: Hætta eða hræðsluáróður ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styr hefur staðið um frjálsan innflutning á hráu kjöti hingað til lands undanfarið. Verslunargeirinn berst fyrir frjálsum innflutningi í nafni fjölbreytni og lágs vöruverðs fyrir kúnna sína og virðist hafa lög og reglur sín megin miðað við fyrirliggjandi frumvörp og úrskurð dómstóla.

Á hinn bóginn benda bændur og talsmenn þeirra á, að erlent kjöt sé uppfullt af sýklalyfjum sem geti leitt til lyfjaónæmis í mönnum gagnvart sýkingum sem leitt gæti til ótímabærs dauða.

Hafa andstæðingar frjáls innflutnings verið sakaðir um hræðsluáróður, þegar þeir benda á að neysla erlends kjöts geti verið hættuleg.

Alls átta sveitarfélög á Norðurlandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðu frumvarpi landbúnaðarráðherra, um breytingar á lögum um matvæli, sem leyfir innflutning á ófrosnu kjöti. Þar eru heilsufarsleg rök dregin fram, meðal annars.

Ekki ríkir einhugur um málið í ríkisstjórn, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er meðal þeirra sem telja frumvarpið ekki leysa vandann um verndun búfjárstofna og matvælaöryggi, þó svo það leysi lagaflækjur tengdar Evrópusambandinu.

Neysla er ekki hættulaus

Bændablaðið fjallar um þetta í dag í fréttaskýringu og vitnar í gögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) sem segir að 60% sjúkdóma í mönnum eigi uppruna sinn að rekja til dýra og að smit vegna lyfjaónæmra baktería valdi 700 þúsund dauðsföllum á ári. Þá deyja um 33 þúsund manns á ESB og EES svæðinu vegna sýklalyfjaónæmis árlega og er sú tala sögð fara hækkandi.

Talið er að eftir 30 ár, með sama áframhaldi, muni sýklalyfjaónæmar bakteríur drepa um 10 milljónir manna árlega, sem er meira en krabbamein gerir í dag.

Þá er einnig vitnað í Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlækni við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem segir að ekki sé allt sem sýnist. Er bent á að samkvæmt Íslenskri rannsókn hafi yfirgnæfandi meirihluti sjúklinga sem smitast höfðu af kampýlóbakter, smitast á ferðalögum erlendis og að smithættan væri 15 sinnum meiri við að neyta matar í útlöndum, en á Íslandi.

„Þrátt fyrir þetta er fullyrt að þetta sé hræðsluáróður um leið og gerðar eru kröfur um að heimila frjálsan innflutning á hráum og ómeðhöndluðum matvörum. Þar ganga fremstir í flokki hagsmunagæslumenn innflutningsverslana. Allt er það sagt vera í þágu neytenda og til að uppfylla viðskiptasamninga EES, en um leið þvert á baráttu íslenskra og erlendra vísindamanna og alþjóðlegra stofnana.“

„Á íslenskum samfélagsmiðlum hefur hins vegar mátt sjá látlaust froðusnakk um að þetta sé bara „HRÆÐSLUÁRÓÐUR“. Fólk lifi bara fínu lífi úti í Evrópu þrátt fyrir neyslu á matvælum sem sögð séu menguð lyfjaónæmum bakteríum,“

segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, í fréttaskýringunni.

Þá er tekið fram að notkun sýklalyfja í matvælaiðnaði sé langtum meiri í Evrópu en á Íslandi, en til standi að draga úr slíkri notkun með nýrri löggjöf Evrópusambandsins.

Er notkunin í Evrópu 300% hærri en ráðlögð hámarksnotkun sérfræðinga, en notkunin er mun hærri í Bandaríkjunum. Árlega eru um 131 þúsund tonn af sýklalyfjum notuð í landbúnaði í heiminum og er fiskeldi þá ekki tekið með.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi